Færsluflokkur: Tónlist

Eurovision

Birgitta Haukdal var í þættinum "Gott kvöld" hjá Ragnhildi Steinunni s.l. laugardagskvöld. Ég fór að velta fyrir mér Eurovision.

Ég man eftir því þegar ICY-tríóið fór með Gleðibankann til Bergen að við höfðum áhyggjur af hvar eða hver ætti að halda keppnina þegar og ef við ynnum!  Við hefðum hvorki efni á því né húsnæði undir keppnina.Blush

Síðan óx okkur ásmegin og við hefðum alveg haft bolmagn til þess hin síðari ár.

Áhyggjur okkar reyndust þó óþarfar og Daníel Ágúst fer þar fremstur meðal jafningja með 0 stig. Wink 

Nú er þetta enn ein áminningin til okkar um afturhvarf til fortíðar.

Hver á að halda keppnina þegar (og ef) við vinnum næsta vor?

Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn?  Það mætti segja í texta með útsendingu "þessi keppni er í boði Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins" eða "Norðurlöndin og Færeyjar skutu saman fyrir þessari keppni hér í Egilshöll á Íslandi".  Varla verður tónlistarhöllin tilbúin?

Afhverju unnum við ekki meðan við höfðum efni á því?

Nú bætast enn einar og gamalkunnar áhyggjur á herðr okkar.

Nema við sendum Daníel Ágúst krúnurakaðan! W00t

 

 


Rokkkóngurinn Bob Dylan!

Var á þessum líka dúndrandi rokktónleikum hjá Bob Dylan.  Mikið stuð og hann kemur sífellt á óvart kallinn.   Gamalt, kraftmikið og á stundum kántrýskotið rokk.

Hann rokkaði feitt. 

 

Bob Dylan king of the rock musik! 


Bob Dylan

 

Hlakka til að mæta á tónleikana í kvöld!

 

I am looking foreward to the consert tonight! 


Yndisleg Ragnheiður!!! Yndislegt lag!!!

 

Undurfagurt.InLove 


Grams og gaman

Hef verið að grúska á netinu að ná í músik fyrir ketilássíðuna ketilas08.blog.is og gaman að rifja upp gamla tíma gegn um tónlistina.  Ég sé alveg fyrir mér hvernig aðstæður voru, man hvað ég var að gera og finn lykt þegar sum lögin hljóma.  Hér kemur eitt sem rifjar upp þessar stundir á árum áður. 
Dusty Springfield í svaka sveiflu (kannski í óskalögum sjómanna eða óskalögum sjúklinga), ég á harðahlaupum að elta rollur eða beljur eftir þáttinn með lagið ómandi í eyrunum og jafnvel syngjandi hástöfum.  Ábyggilega um haust!  Það er nú ekkert rómantískara en það!  C.a. 10 ára stelpa syngjandi Dusty Springfield á hjara veraldar eltandi búfénað.  W00t

Minningar í músik

Ég og Jóhanna Ingimars í Klúbbnum árið sem þetta lag var hvað vinsælast.  Dönsuðum stanslaust allt kvöldið og skemmtum okkur mjög vel.   Við Kristín vinkona komum suður eina helgi til að heimsækja vini okkar.  Djömmuðum auðvitað mikið í leiðinni.  Nánast eingöngu.  Sideways

Stundum líður manni svona...


Synir mínir létu þetta hljóma í tíma og ótíma þegar þeir voru unglingar fyrir nokkrum árum.  Mér finnst alltaf gaman að hlusta á kraftmikla músik og ef einhver reiði fær útrás er það bara fínt.  Í músik er hægt að fá útrás fyrir ýmislegt.
Góða nótt elskurnar mínar......Alien 
 

Kim Larsen og Kjukken - Geggjaðir

Það var hreinlega "truflað" að vera á tónleikunum með Kim Larsen og Kjukken í gærkvöldi.  Við mættum tímanlega og fengum gott stæði alveg upp við sviðið.  Þvílíkur kraftur í "kallinum" og hljómsveitin alveg "dúndur".  Ég tók auðvitað myndir og læt nokkrar fylgja með.
nóv 07 + Kim 007Þarna er kappinn mættur til leiks og sést auk þess hnakkasvipurinn á nonnablogg bloggvin sem var að sjálfsögðu mættur með myndavélina.
nóv 07 + Kim 006Sauðanessysturnar bíða glaðbeittar eftir Kim...

 

nóv 07 + Kim 011...sem mætti fráneygður á svæðið.

 

nóv 07 + Kim 012Systrunum leiddist ekkert!

 

nóv 07 + Kim 009nóv 07 + Kim 016nóv 07 + Kim 014 Að lokum þetta. InLoveInLoveInLove

Við elskum þig Kim farðu vel með hjörtun okkarHeartHeartHeart...


Kim Larsen

Er alltaf að hita upp fyrir Kim Larsen. 

Kim Larsen

Hlakka til.

 W00t

http://youtube.com/watch?v=sTlj-ARGKKI


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband