Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
þri. 13.1.2009
Eigið góða nótt
Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum.
Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur.
Hverjum degi nægir sín þjáning.
Biblían - Jesús Kristur
þri. 6.1.2009
Trú
Maður sá, er lætur í öllu leiðast af trú, öðlast visku, er hann tekur að hneigjast að henni og fær haldið skynjunum sínum í skefjum. Hann hverfur og áður en langt um líður inn til æðri friðar.
Bhagavad-Gíta
--
Ég óska ykkur góðrar nætur.
þri. 11.11.2008
Góð spurning
Á þessum síðustu og verstu tímum er þessi spurning nokkuð góð.
"Er Guð nauðsynlegur"?
Við stöndum á krossgötum og erum dálítið áttavillt. Það sem við "trúðum" er hrunið. Kannski er það þörf áminning um það að ríki "Mammons" er ekkert til að stóla á, meðan Guðsríki er óbreytt.
Í það minnsta hafa "hlutabréfin" mín í Himnaríki ekkert fallið "í verði" og ég get ekki betur séð en kirkjur landsins standi enn!
Er Guð nauðsynlegur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 20.10.2008
Að fyrirgefa......
Íslendingar standa nú frammi fyrir því að fyrirgefa.
Fyrst og fremst að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að hafa trúað á "gullkálfinn".
Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að hafa valið fólk sem ekki er fært um það til að stjórna landinu.
Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að vera auðtrúa og fá glýju í augun yfir "þotuliðinu" og meintri velgengni okkar allra.
Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að kaupa Séð og Heyrt og lesa mærð þess og annarra fjölmiðla um sama liðið.
Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að spara peninga í stað þess að eyða þeim.
Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að láta draga sig í dilka og eyrnamerkja sig gagnrýnislaust.
Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að reyna að lifa upp í væntingar græðissamfélagsins.
Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að öfunda.
Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að vona.
Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að hafa haft væntingar til lífsins á Íslandi.
Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að halda að "Pappírs-Pési" væri raunverulegur!
--
Fyrirgefa........
Ást á milljarðamæringum kulnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 16.5.2007
Uppstigningadagur
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fim. 26.4.2007
Hommafóbía kirkjunnar
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
mán. 16.4.2007
Eigin jarðarför
Trúmál og siðferði | Breytt 9.5.2007 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)