Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Eigið góða nótt

Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum.

Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur.

Hverjum degi nægir sín þjáning.

 

  Biblían - Jesús Kristur 

 

 


Trú

Maður sá, er lætur í öllu leiðast af trú, öðlast visku, er hann tekur að hneigjast að henni og fær haldið skynjunum sínum í skefjum.  Hann hverfur og áður en langt um líður inn til æðri friðar.

  Bhagavad-Gíta 

--

Ég óska ykkur góðrar nætur.  Heart 


Góð spurning

Á þessum síðustu og verstu tímum er þessi spurning nokkuð góð.

"Er Guð nauðsynlegur"?

Við stöndum á krossgötum og erum dálítið áttavillt.  Það sem við "trúðum" er hrunið.  Kannski er það þörf áminning um það að ríki "Mammons" er ekkert til að stóla á, meðan Guðsríki er óbreytt.

 

Í það minnsta hafa "hlutabréfin" mín í Himnaríki ekkert fallið "í verði" og ég get ekki betur séð en kirkjur landsins standi enn!

 

 

 


mbl.is Er Guð nauðsynlegur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fyrirgefa......

Íslendingar standa nú frammi fyrir því að fyrirgefa.  

Fyrst og fremst að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að hafa trúað á "gullkálfinn".

Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að hafa valið fólk sem ekki er fært um það til að stjórna landinu.

Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að vera auðtrúa og fá glýju í augun yfir "þotuliðinu" og meintri velgengni okkar allra.

Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að kaupa Séð og Heyrt og lesa mærð þess og annarra fjölmiðla um sama liðið.

Fyrirgefa sjálfum sér  fyrir að spara peninga í stað þess að eyða þeim.

Fyrirgefa sjálfum sér  fyrir að láta draga sig í dilka og eyrnamerkja sig gagnrýnislaust.

Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að reyna að lifa upp í væntingar græðissamfélagsins.

Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að öfunda.

Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að vona.

Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að hafa haft væntingar til lífsins á Íslandi. 

Fyrirgefa sjálfum sér fyrir að halda að "Pappírs-Pési" væri raunverulegur! 

-- 

Fyrirgefa........


mbl.is Ást á milljarðamæringum kulnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppstigningadagur

Á morgun er uppstigningardagur.  Dagurinn sem Frelsarinn steig upp til himna.  Dagurinn sem segir Blue hillsokkur að eftir erfiðleika og böl er til lausn.  Það voru nú engir smávegis erfiðleikar sem hann lenti í.  Var krossfestur af lýðnum, grýttur og hrakinn.  Auðmýktur og kvalinn.  Hann úthellti blóði sínu fyrir mig og fyrir þig.  Mannvonska okkar ætti því að hafa stöðvast þar og þá.  Það gerði hún ekki.  Því er okkur öllum hollt að leiða hugann að því og hugsa með okkur.  Hvað get ÉG gert í málinu?  Því ef allir gera það er líklegt að við eignumst betri heim. 
-
Á MORGUN.

Hommafóbía kirkjunnar

  Ég hlustaði aldrei slíku vant á Reykjavík síðdegis í gær.  Það sem kom mér á óvart var hve mikil og sterk viðbrögð komu fram við þeim tillögum sem lágu fyrir Prestastefnu og varðar hjónavígslu samkynhneigðra. Mönnum var heitt í hamsi og vitnuðu hægri vinstri í Bíblíuna.  Kannski ættum við að taka Bilíuna upp og nota hana í stað Stjórnarskrárinnar.    Alla vega heyrðist mér í þessum bíltúr mínum milli staða að Íslendingar kunni góð skil á Biblíunni.  (Það sama verðir seint sagt um okkur í sambandi við stjórnarskrána.) Við gætum þá leyst málin á staðnum með því að vitna í Biblíuna og þar af leiðandi myndi glæpum fækka, framhjáhald legðist af o.s.frv. Hinar flóknustu lagaflækjur heyrðu fortíðinni til þar sem lögmál Biblíunnar um kærleika meðal manna yrði leiðarljós okkar allra.  Allrir myndu lifa í sátt og samlyndi, nema auðvitað hommar og lesbíur sem eiga ekki að leita til kirkjunnar undir neinum kringumstæðum.

Eigin jarðarför

Hafið þið eitthvað spáð í eigin jarðarför?  Hvernig þið viljið að hún fari fram?  Óskalög?  Óskaeftirmæli?  Þetta poppar alltaf upp hjá mér af og til.  Þegar ég var yngri var þetta sorgarathöfn þar sem miklir hæfileikar voru bornir til grafar í mér. Á tímabili var þetta "live fast, die young and be a beutiful body" syndrome.    Þegar ég var í Gospelsystrum Reykjavíkur vildi ég hafa fjörug Gospellög, já og helst dasnað út í kirkjugarð á eftir "koffortinu", alla leið.  Oh happy day o.s.frv.Kross
Í dag hallast ég að því að hafa þetta látlaust.  Queen slagarinn "Dont stop me now" gæti verið grunnstefið í athöfninni sjálfri ásamt hóflegri ættartölu.  "The final countdown" yrði svo útburðarmarsinn.
Á legsteininn vil ég hafa letrað. "Trúið þið því núna að ég sé veik."

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband