Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sammála Lalla

Ég er hjartanlega sammála því að gefa eigi út loðnukvóta strax.

Það hvetur menn til að leita að loðnu og 50-70 þúsund tonn er ekki svo mikið að það skipti ölli máli í það heila varðandi loðnustofninn.

Við þær aðstæður sem við erum í skiptir mestu að reyna að hala eitthvað inn núna.

Strax. 

 

 


mbl.is Loðnukvóta strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við eplin" sögðu hrossataðskögglarnir.

Ég hlustaði agndofa á Gylfa Zoega í fréttum í gær...eða var að í fyrradag?  Skiptir ekki öllu en það sem hann sagði var ógnvekjandi.

Erum við Íslendingar virkilega svo skini skroppin að halda það að við höfum efni á því að vera með hroka gagnvart öðrum þjóðum?

Höfum við efni á því að loka leiðum nú þegar staða okkar svo afleit sem raun ber vitni.

Gylfi virtist hafa eitthvað fyrir sér í því að alþjóðlegar stofnandir upplifðu hroka af okkar hálfu í stað vilja til samvinnu.

 --

Það er gott hjá Gylfa að taka þetta upp og benda okkur á þetta.

 

Maður spyr sig í framhaldinu hvernig eru samskipti okkar stjórnmálamanna og þeirra sem hafa með málaflokkinn að gera við alþjóðlegar stofnanir?

 __

Getur maður (Íslenska ríkið og stofnanir á þess vegum)  sem er með allt niður um sig heimtað það að aðrir skeini sig alveg óumbeðnir?

Jafnvel hreytt ónotum í viðkomandi ef pappírinn er ekki alveg nógu mjúkur?

Stöndum við Íslendingar í sömu sporum og hrossataðskögglarnir?

Höldum við að við séum eitthvað annað en við erum?

Við þurfum að sýna auðmýkt stöku sinnum fjandinn hafi það! 

 


Sannleikurinn er sagna bestur

Ég kann því alltaf vel þegar menn segja sannleikann.

Hvers vegna í ósköpunum eigum við að skuldsetja okkur margar kynslóðir fram í tímann til að greiða skuldir sem við stofnuðum ekki til?

Það verður að leggja spilin á borðið eins og þau eru.

Ef það eru jókerar með verður svo að vera.

Það er sorglegt að bresk sveitarfélög tapi peningum en erum við ekki öll að tapa peningum?

Helvítis fokking fokk!

 


mbl.is Gylfi lofar Bretum engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PÓLITÍSKT SKOTIN Í SKALLAGRÍMI?

Jón Baldvin Hannibalsson sagði á dögunum að hann væri "pólitískt skotinn í Skallagrími" og ég tók undir það í dag þegar ég heyrði af því að Steingrímur hefði leyft hvalveiðar.

Þannig leið mér þangað til ég sá þessa frétt.

Þarna skýtur Steingrímur sér bak við lög og talar um að þeim verði breytt.  Ég tel arfavitlaust að kjósa Steingrím ef hann beitir sér fyrir breytingum í þá veru að banna hvalveiðar alfarið.

 


mbl.is Kvalræði sjávarútvegsráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er "hljómgrunnurinn" Jóhanna?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í tilhugalífi og upphafi hveitibrauðsdaga nýrrar stjórnar að Samfylkingin færðist nær Evrópusambandinu með VG en hún hefði gert með Sjálfstæðisflokki. 

Hún hefur greinilega ekki rætt það við Jón Bjarnason.

 


mbl.is Evrópustefna VG skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna er heilög eftir allt...fjólublátt er helgur litur....

Mér líst vel á að fá persónnukjör inn í kosningar i vor.  

Hins vegar verðum við að stuðla að því að Nýtt lýðræði komist á laggirnar og það helst fyrir kosningar.

Við megum engann tíma missa.

 


mbl.is Persónukjör í kosningunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin á að fara fram

Ég er ósammála Ingibjörgu þegar hún segist ekki vera viss um að Jón Baldvin sé besti kosturinn ef Samfylkingin ætlar að skipta um forystu.

Nú þarf trausta forystu í þann flokk.  Formann með víðtæka reynslu af vettvangi stjórnmála og mann með diplomatiskan bakgrunn.

þetta hefur Jón Baldvin.

Mikið er Ingibjörg annars veikluleg á myndinni og ég vona innilega að henni batni fljótt og vel.

Ég vona líka að hún láti ekki stjórnmálavafstrið tefja fyrir heilsunni en safni þess í stað kröftum.

Hvort sem hún er að yfirgefa pólitíkina eða ekki. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún ekki að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afþreying í "kreppunni" að kveikja eld og glamra á potta

Það er að verða helsta skemmtun Íslendinga að mótmæla.

Enda er mjög gaman að koma sama og berja með sleifum á potta og pönnur.

Hringja bjöllum og yfir höfuð framkalla þennan hjartslátt þjóðar sem er reyndar býsna óreglulegur um þessar mundir.

Það hverju er verið að mótmæla er í sjálfu sér aukaatriði.

Ástandið í þjóðfélaginu er svo absúrd að það eitt nægir til að réttlæta mótmælin sem virðast spretta upp á ólíklegustu stöðum og á ólíklegustu tímum sólarhringsins.

Nú er enginn á Íslandi maður með mönnum ef hann skellir sér ekki með pottana sína niður í bæ og tekur létt mótmælasóla milli allra hinna mótmælasólóanna og mynda þannig órofa heild mótmæla sem í sögulegu samhengi eiga sér engan líka.

Aðrar þjóðir horfa á í beinni og ýmist dást að framtakinu eða hneykslast á  þessari hegðun okkar. 

Mér finnst þetta töff - við megum ekki hætta.....ekki núna.

 

 

 

 

 


mbl.is Bál kveikt á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin kemur alltaf aftur

Ég tek undir með Jóni Baldvin að nú er lag að Jóhanna taki við.  Ég myndi ekki síður vilja sjá Jón Baldvin sjálfan taka við taumunum.

Þá er mér vandi á höndum.  Samfylkingin hefur ekki virkað sem trúverðugur flokkur á mig en ég hef lýst því yfir að ég myndi kjósa Jón Baldvin þar sem hann byði sig fram.

Lýðveldisbyltingin tel ég að sé að gera mjög góða hluti sem skila okkur inn í framtíð þar sem auðveldara verður að fóta sig.

 ---

Jón Baldvin því talar þú ekki við Njörð um eitt stykki lýðveldisbyltingu? 

Með þig innanborðs gæti það varla klikkað. 


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppukóð

Það er gott til þess að vita að sótt er á ný mið í kreppunni.

Ég vona að þessar veiðar séu komnar til að vera og að farið verði að veiða loðnu aftur.

Síldin jafnar sig vonandi sem allra fyrst því nú þurfum við á öllu öðru að halda en sýktir síld og loðnu sem má ekki veiða.

Glæsilegt. 

 


mbl.is Gulldeplutekjur 1/2 milljarður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband