Færsluflokkur: Bloggar
mið. 21.2.2007
Öskudagur
Öskudagurinn hjá mér er detox dagur.
Ég fór í Nóatún í gær og keypti EINN saltkjötsbita fyrir okkur hjónin. Eftir að maðurinn í kjötborðinu brá sér fram fyrir kjötborðið (akkúrat þegar kom að mínu númeri) til að sinna æstum viðskiptavin sem fann ekki einhvern fj......... og annar loks afgreitt mig, rölti ég fram búðina með augu annarra viðskiptavina límd á bakinu.
Einstæðingurinn hugsuðu þau eflaust eða e-ð álíka.
Þegar ég hafði svo staðið í biðröð misþolinmóðra viðskiptavina ( það var bara einn kassi opinn) og eftir að hafa hughreyst mann sem sagði að maturinn yrði orðin skemmdur þegar við loksins kæmumst út með því að það væri þá eins gott að þetta væri saltkjöt og eftir að hafa sagt þeir síðustu verða fyrstir" við konu sem var óróleg og kallaði eftir meiri þjónustu fór ég til pabba og mömmu.
Öskudagurinn er sem sagt rólegur hjá mér og ekkert nammi neitt.
Ég reyndi einu sinni að fá vinkonu mína með mér í Ríkið til að syngja fyrir þá sem þar störfuðu og athuga hvort við fengjum eins og eina bokku. Hún var þá búin með kvótann og vildi ekki koma með. Ég kunni ekki við að fara ein en mikið langaði mig að láta á þetta reyna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 20.2.2007
Sprengidagur
Í dag verða saltkjöt og baunir á boðstólum víða. Fínt að hafa einn dag á ári í það.
Eins og elsti sonarsonur minn segir þegar hann biður um nammibita, einn og svo ekki meir.
Saltkjötið er nefnilega ekkert hollt í of miklum mæli.
Ekkert frekar en nammið.Ég ætla samt að setja einhverja bita út í baunasúpuna.
Ásamt beikoni.........
Annað ekki í bili enda engar fréttir góðar fréttir segir máltækið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 19.2.2007
Bolludagur
Ég fékk mér bollu.....bara eina í dag og bara eina í gær.
Ég er nýkomin úr detox í Póllandi. Ég var eins og bolla þegar ég fór 6. janúar s.l.
Þessi dagur er ágætur til að minna mig á það. Enda naut ég þess að borða bollurnar.
Snyrtidaman var yndisleg og veitti fyrsta flokks þjónustu.
Árangurinn?
Burt með bolluna.
Það munar um tíu mjólkurfernur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 18.2.2007
Þessi fallegi dagur
Já eins og Eiríkur sagði, það verður að gera pínulítið grín að Eurovision, þetta er dálítið fyndið allt saman.
Ég er hjartanlega sammála honum. Enda er um að gera að hafa bara gaman af þessu og njóta þess að skrattast út í þá sem gefa okkur EKKI stig á meðan við lofsömum þá sem gefa okkur nokkur.
Lífið er dásamlegt og þessi fallegi dagur er svo fallegur að ekki einu sinni núll stig í Eurovision fá því breytt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 17.2.2007
Góðar fréttir.is
Ástæða?
Fjölmiðlar hafa ekki áhuga á góðum fréttum segja þeir.
Er það hlutleysi að segja slæmar fréttir af viðkvæmum málum sem snerta persónur manna en láta hjá liggja að segja frá því sem vel er gert hjá sömu aðilum?
Bloggar | Breytt 20.2.2007 kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)