Mótmælin halda áfram

Ég velti fyrir mér hver réttur handtekinna þjóðfélagsþegna.  Þarna lágu þeir eins og hráviði fyrir hunds og manna fótum lengi vel í mótmælunum í gær.

Hvers vegna er lögreglan að handtaka menn ef hún hefur ekki úrræði til að flytja þá af vettvangi?

Ég velti fyrir mér ábyrgð þingmanna sem sátu inni í þinghúsinu í gær og ætluðu að ræða frumvarp um vín í matvöruverslanir á meðan "Róm brennur"!!

Þeir áttu að segja af sér og ganga út til liðs við mótmælendur.

Þeir sem það hefðu gert væru þjóðhetjur í dag. 


mbl.is Mótmæla aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lærðu og lifðu

Lærðu eins og þú munir lifa að eilífu.  Lifðu eins og

þú munir deyja á morgun.

 

 

Mahatma Gandhi 

 

 

 


Lifi flauelsbyltingin a la Úkraína

Við lifum á spennandi tímum.  

Það fór þó aldrei svo að við vöknuðum ekki!

Ég bankaði á glugga Alþingis í dag og kallaði "Vakna!" (líkt og ég gerði þegar ég vakti syni mína og líkt og þegar ég vek sonarsyni mína í dag.)  

Í því kom frænka mín (ein af 200 lögreglumönnum) , ég veit ekki hvort hún sá mig banka en ég var alltént ekki handtekin.

Svona er klíkuskapurinn!  (Jók).

Ég er þó eiginlega ekki í skapi fyrir grín því dagurinn var mjög mikið öðruvísi og meiri alvara á bak við mótmælin sem fóru að mínu mati friðsamlega fram.

Þarna ægði saman fólki úr öllum stéttum, á öllum aldri.  Fólki eins og mér sem er nóg boðið.

Við viljum eitthvað annað en "fock you" merki frá ríkisstjórn og Alþingi.

Við viljum að þeir menn sem ábyrgð bera axli hana og segi af sér!

Hvers vegna er svo erfitt fyrir þau að skilja það?

 

 

 

 


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifi byltingin-flauelsbyltingin

Ég spái því að nú verði breytingar.

Mér er misboðið að enginn skuli hafa axlað ábyrgð.

Nema kosningastjóri Framsóknarflokksins á flokksþingi þeirra! 


mbl.is Enn fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískar ofsóknir-flauelsbylting

Við höfum nú hafið flauelsbyltingu hér á Íslandi  a la Úkraína.

Þegar þingheimi loksins þóknaðist að koma saman eftir MÁNAÐAR jólafrí á þessum erfiðu tímum stóð þjóðin á Austurvelli og lét vita að hún vildi breytingar.

Þegar þingheimur tók fyrir sem fyrsta mál á dagskrá á þessum erfiðu tímum frumvarp um að afgreiða áfengi í matvöruverslunum var hann að segja við þjóðina "fock you".

Þegar lögreglan réðst að háskólastúdentum og meisaði þá og handtók, þar sem þeir voru með hendur yfir höfuð sér að hörfa frá, misbeitti hún valdi sínu.

Sú staðreynd að Jón Bjarki Magnússon var þannig handtekinn og hafður í járnum í bílakjallara í 5-6 klukkustundir  segir allt sem segja þarf um það mál að pólitískar ofsóknir færast í aukana á Íslandi.

Þær hafa alla tíð viðgengist, það er bara svo erfitt að fela slíkar ofsóknir í hita leiksins. 

 

 


mbl.is Ekki stjórnarslit í augnablikinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsöm mótmæli

Þessi mótmæli voru hávaðasöm en friðsæl.

Við sem ekki vorum með slagverk eða bjöllur og flautur með okkur sungum.  Ég raulaði "Fram fram fylking, forðum okkur háska frá því ræningjar oss vilja ráðast á"  nokkrir nærstaddir sem heyrðu tóku undir.

Við sungum þetta nokkrum sinnum og fáein önnur lög en það kaffærðist alveg í öðrum hávaða.

Við héldum okkur að mestu framan við Alþingishúsið en piparúða var beitt í Alþingisgarðinum að mér skilst af litlu sem engu tilefni.  Fólkið var að hörfa frá með hendur upp yfir höfðuð þegar úðanum var beitt.

Við gengum hring í kring um húsið og þar sem við stóðum þétt upp við húsið kom lögreglan og bægði okkur frá.  Þar var m.a. á ferð frænka mín sem er í lögreglunni og við hlýddum auðvitað enda vorum við á leið í bílinn þegar þetta var.

Hittingur að af um 200 lögreglumönnum sem voru á svæðinu kom einmitt hún þangað sem við vorum en fólk umkringdi alþingishúsið.

Hvað um það alltaf gaman að hitta ættingja! 

' 

 


mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn rúinn trausti í útlöndum

Ég skipa svo fyrir hér og nú að Seðlabankastjórnin segi af sér.

 

Svo mega forsætisráðherra, fjármálaráðherra og forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins gera slíkt hið sama.

Ég vil að þessum skrípaleik ljúki.  

Það er búið að hafa okkur nógu lengi að athlægi Geir H. Haarde, Árni M. Matthiesen, Jón Sigurðsson, Jónas Franklín, Davíð Oddsson!

 

Ríkið það er ég!  


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í myrkri? Við erum á hvínandi kúpunni!

Kannski er þetta örlítil ljósglæta í myrkrinu?

Við erum á hvínandi kúpunni og eigum ekki möguleika á að vinna okkur út úr skuldunum að mati Haraldar Haraldssonar hagfræðings eins og fram kom í hádegisfréttum útvarpsins.

Ég er sammála honum.  

Efnahagskerfið er hrunið yfir okkur, sjávarútvegurinn skuldsettur upp fyrir topp og virðist hafa beitt sömu formúlum og bankarnir og atvinnulífið gerðu.  Loftbóluaðferðinni.

Þetta kom fram í Silfri Egils í gær.

Við verðum að fá nýtt fólk að stjórnarborðinu og það þarf að gefa upp á nýtt.

Með nýtt fólk á ég við bland af reynslumeira fólki sem hefur ekki tekið þátt í þessum hrunadansi og vel menntuðum einstaklingum sem eiga möguleika á að setja sig inn í málin fljótt og vel og hafa döngun í sér til að taka á málum.

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjórar og forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins segi af sér strax.  Eins og kom fram í Silfri Egils að ef við eigum við ekki að persónugera vandann eins og sumir segja á sama tíma og þeir sjálfir eru að persónugera lausnina í sjálfum sér!

Boðað verði til lýðræðislegra kosninga í kjölfar afsagnanna en einhvers konar fagstjórn (neyðarstjórn) taki við þar til kosningar hafi farið fram.

Stofnun nýs lýðveldis verður að koma til. 

Það þarf að gefa upp á nýtt! 

 

 


mbl.is Ísland eitt það heitasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykurinn sest?

Geir H. Haarde segir í fyrirsögn drottningarviðtals sem ég nennti ekki að lesa  í Morgunblaðinu í dag að hann muni öðlast yfirsýn þegar reykurinn sest!

Ég segi við Geir H. Haarde ef hann vill að það verði tekið mark á Íslandi á alþjóðavettvangi framvegis þá á hann að segja af sér ásamt Seðlabankastjórum, forstjóra Fjármálaeftirlits og Stjórnarformanns þar og þeim ráðherrum sem málið heyrir undir á einhvern hátt.

Það er greinilega alger "pattstaða" í málinu þar sem Jón Sigurðsson er Ingibjargar maður og Davíð Oddsson Geirs maður o.s.frv.

Við erum þokkalega orðin að athlægi Íslendingar góðir.

Það mun enginn heilvita maður taka mark á okkur næstu mannsaldrana.

Við verðum að bera þetta fólk út og hreinsa til sjálf.

Það er greinilegt! 

 

 


Kýs ekki flokk sem kann ekki að telja....

Ég ætlaði svo sem aldrei að kjósa Framsókn......

Ég kýs þann flokk sem Jón Baldvin Hannibalsson kýs að bjóða sig fram fyrir. 

Og hana nú!!! 

 


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband