mið. 28.1.2009
Sagði ekki einhver "á að vekja Frankenstein"?
Ég man eftir þeirri umræðu í stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hvort ástæða væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vekja upp Frankenstein og var þá átt við Samfylkinguna.
Nú á erfiðum tímum á Íslandi þá ætti ekki að vera þetta fjandans karp um menn fram og aftur.
Þvílíkt ábyrgðarleysi.
Við viljum utanþingsstjórn fyrst það fólk sem á að bera fulla ábyrgð á málum kemur sér ekki saman um nokkurn skapaðan hlut.
Ég treysti engum.
![]() |
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 28.1.2009
Útrásarvíkingurinn Hörður Torfason
Nú þegar Hörður Torfason hefur hafið útrás á mótmælum til Bretlands er morgunljóst að einhver annar verður að taka við að mótmæla hér heima.
Femínistar hafa boðað framboð kvennalista og hafa verið nefndar í því sambandi.
EItt er víst að það jákvæða í kreppunni eru þau tækifæri sem við Íslendingar fáum í kjölfarið.
Það er verst að mótmælendur sem Hörður hugsanlega vildi flytja með sér út fengju ekki gjaldeyri og því gæti orðið erfitt um aðföng.
Það mætt auðvitað nesta liðið með sviðakjamma og þorramat sem geymist vel.
Bálið myndi orna þar sem að hvorki er tími eða peningar fyrir gistingu.
Vð eftirlátum Herði að útfæra þetta mál um leið og við engjumst í leiðtogakreppu hér á Austurvelli.
þri. 27.1.2009
Nú er nægur tími?
Sigmundur fellur greinilega vel inn í Framsóknarmynstur áranna.
Hann hefur eina skoðun í dag en skiptir svo yfir á morgun.
Hann kom fram með skýrar kröfur um aðgerðir strax m.a.s. áður en hann var kosinn formaður í Framsókn.
Nú tekur þetta tíma!
Hann kom fram með stuðning við minnihlutastjórn Samspillingar og VG meðan Samspillingin var enn í ríkisstjórn.
Nú kemur hann fram með skilyrði.
Ég er ekki viss um að þessi stjórn verði nokkurn tíma til og ef hún verður til hvað mun hún afreka?
Sennilega getur hún þó varla gert meiri usla en orðið er!
![]() |
Sigmundur: Viðræður taka tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
þri. 27.1.2009
STJÖRNUSPÁ

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 27.1.2009
Þjóðstjórn annars verður allt vitlaust!

Samfylkingin hefur haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi dregið lappirnar í mikilvægum málum. Ef það er rétt að fyrir síðustu jól hafi Sjálfstæðisflokkurinn boðið Samfylkingu mikla uppstokkun í ríkisstjórninni og helstu stofnunum. Er það er rétt að Samfylkingin treysti sér ekki til að fara út í slíkar aðgerðir vegna veikinda Ingibjargar Sólrúnar og óskaði eftir að þeim yrði frestað? 

Þá skýtur skökku við að forysta Samfylkingarinnar og þingmenn hennar tali um að ákvarðanafælni af hálfu Sjálfstæðisflokksins og í ljósi þess furðar maður sig á því að farið er fram með þeim hætti sem Samfylkingin hefur nú gert.
Er Samfylkingin bara Samspillingin eins og Sverrir Stormsker hefur sagt?
Það er afar mikilvægt að hér starfi ríkisstjórn sem fylgi eftir nýlegri efnahagsáætlun og fari að ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Geir H. Haarde reyndi á síðustu stundu að höfða til formanna allra hinna stjórnmálaflokkannaum að freista þess að mynda þjóðstjórn nú.
Geir H. Haarde hefði betur gert það fyrr en hann nánast útilokaði það daginn áður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 27.1.2009
Hver tekur við af Herði Torfa?
Nú blasir við að stjórn "þóknanleg" Herði Torfasyni tekur við völdum.
Hver mun taka við að skipuleggja laugardagsmótmælin þegar þessi stjórn verður komin á laggirnar?
Vinstri Grænir þingmenn gengu um meðal mótmælenda þriðjudaginn 20. janúar og hvöttu þá áfram.
Hver mun hvetja okkur áfram sem stóðum þar í nafnu lýðræðis og uppstokkurnnar á flokksveldinu? Við munum standa áfram þar til nýtt lýðveldi hefur verið reist?
Sem aldrei fyrr.
Hver mun taka við keflinu af Herði Torfasyni ef hann hættir nú?
![]() |
Boðuð á fund forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 27.1.2009
Samspillingin tekin við?
Einhverjar getgátur eru uppi um Ágúst Ólaf sem seðlabankastjóra?
Ég kýs þó að trúa því sem hann segir sjálfur að þau hjón hyggist fara í nám erlendis.
Hins vegar stóð ég ekki niðri á Austurvelli til að færa spillingarvaldið milli flokka.
Ég stóð þar í nafni lýðræðis en ekki samspillingar.
![]() |
Ágúst Ólafur hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 27.1.2009
Valdagræðgi?
Ég er hrædd um að þetta útspil Samfylkingarinnar verði henni að falli.
Þó svo að það sé vel meint?
Eða hvað?
![]() |
Samfylkingin bugaðist" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 26.1.2009
Ábyrgir hægri-vinstri
Við eigum okkar fulltrúa á þessum lista að mati breska blaðsins Guardian.
Ekki skal ég dæma um það, fávís konan, en okkar heimatilbúna kreppa hefði að margra mati dunið yfir hvað sem öðru leið.
Þetta er fyrst og fremst sorglegt.
Aðrar þjóðir horfa mjög til okkar og þess hvernig við tökumst á við vandann.
M.a.s. Bretar eru farnir að kalla eftir Íslenskum mótmælendum til að "tromma fyrir" Gordon Brown.
Nú ríður á að skapa þverpóltíska sátt fram að kosningum og ég styð heils hugar að stjórnlagaþing verð sett.
Við verðum að reisa nýtt lýðveldi á grunni þess gamla.
Við verðum að hafa málin gagnsæ og aðgengileg öllum.
Við verðum að læra af þessum hrikalegu efnahagshamförum sem við kölluðum yfir okkur með einkavinavæðingu sem leiddi til græðgisvæðingar.
Við verðum!
![]() |
Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 26.1.2009
"Dýr myndi (er) Davíð allur"
Þá er það farið veg allrar veraldar stjórnarsamstarfið.
Fyrst og fremst er um að kenna handvömm og eftirlitsleysi fyrir bankahrunið en ekki bætti úr skák þaulsetni þeirra sem uppvísir urðu að því að standa sig ekki í sínum hlutverkum.
Eftirlitsaðilar og stofnanir, ríkisstjórn og síðast en ekki síst vangeta þessara aðila til að taka á málum og sækja menn í viðskiptalífinu til ábyrgðar.
Ég tel eins og áður að þjóðstjórn yrði sá kostur sem flestir gætu sætt sig við fram að kosningum.
Því miður sýnist mér á Samfylkingunni að þar fari afar ósamstæður hópur sem tollir eingöngu saman á formanninum.
Samfylkingin var fullur þátttakandi í fráfarandi ríkisstjórn og á að axla sína ábyrgð sem slík.
Fari flokkar þá leið nú að einangra Sjálfstæðisflokkinn mun það að öllum líkindum einungis auka fylgi hans í kosningum eftir þrjá mánuði.
Allir flokkar eiga að sameinast um lausn á vandanum.
Annað er óverjandi.
![]() |
Stjórnarsamstarfi lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |