Gegnsæi í stjórnsýslu

Þegar Vinstri Grænir voru í kosningabaráttu boðuðu þeir aukið gegnsæi í stjórnsýslunni.  

Samfylkingin fór einnig mikinn í þeirri umræðu, einkum forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir.

Fólkið í landinu treysti því að svo yrði og veitti þeim brautargengi til að koma á umbótum í stjórnsýslunni allri sem myndi grundvallast af gegnsæi og heiðarleika.

Nú hafa fjölmiðlar farið fram á afrit af samtölum forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra við breska og hollenska ráðamenn o.fl. vegna Icesave deilunnar eftir að forsetinn synjaði þeim lögum staðfestingar.

Það eina sem þarf til að fólkið í landinu sem kaus þau vegna m.a. loforða um algert gegnsæi fái að vita hvað fór þeirra í milli er samþykki ráðherranna.

Þeir sögðu NEI.

Er þetta gegnsæi í stjórnsýslu?

Þetta vekur upp spurningar um hvaða orð fóru á milli ráðamanna sem fólkið í landinu má ekki vita? 

 

 

 


Lýðveldispartý.

Við Nína frænka skelltum okkur í lýðveldispartý á laugardaginn að var.  Það dugði ekkert minna en það þegar við loksins ákáðum að skvera okkur út á lífið saman.

Eftir að við fundum loks heimili Stínu stuð sem hélt partýið smelltum við okkur í fögnuðinn.

Okkur var tekið með kostum og kynjum og nóg var að bíta og brenna.

Stína á heiður skilinn fyrir að opna heimili sitt fyrir lýðveldissinnum og hún var með opið hús í rúman sólarhring.

Fólk var að koma og fara meðan við stöldruðum við og fjörugar umræður mynduðust milli manna.

Ég hef verið dálítið hugsi síðan og það ekki að ástæðulausu.  Lýðveldi er eitthvað sem okkur finnst alveg sjálfsagður hlutur.  Svo sjálfsagður að ef við blindumst í augnabliksæðibunugangi getur það kostað okkur sjálfstæði okkar og hvar er þá lýðræðið statt?

Takk Stína fyrir móttökurnar og fjörið og ég mun svo sannarlega ekki sofna á verðinum.

Látum ekki blekkjast af þeim sem hagnast á að koma okkur undir járnhæl sinn.

Eins og Lárus Blöndal sagði: 

"Stöndum í lappirnar"! 

 


Skoðanaramminn

Ég hef undrast sumar athugasemdir sem koma fram í umræðunni sem heitust er Icesave.  Einkum finnst mér furðulegt hvernig menn sem eru ósammála hinum "eina sanna" bókstaf geta misst sig í dónaskap og talað niður til fólks sem er á annarri skoðun en þeir.

Þegar syrtir svo verulega i álinn sem raun ber vitni stendur maður skyndilega frammi fyrir því að eitthvað hefur farið úrskeiðis.  Sumum hættir til að benda á aðra og segja allt þeim og þeirra stefnu að kenna.

Ótrúlegasta fólk lætur til sín taka og blómstrar á nýjum vettvangi meðan aðrir missa kjarkinn.  

Þjóðin stóð á Austurvelli þar til hún fékk kosningar.  Margir þeirra sem þar voru stóðu í þeirri trú að það myndi breyta ástandinu til hins betra að fá nýtt fólk til starfa fyrir sig en aðrir vildu aukna samvinnu þvert á alla pólitík.

Ég tilheyrði seinni hópnuml.

Hvað gerðist?

Jú ný ríkisstjórn tók við völdum og breyttist samstundis í fyrri ríkisstjórn.  Ný stjórnarandstaða breyttist að sama skapi í fyrri stjórnarandstöðu.

Ekkert breyttist.

Rifrildið á þingi hélt áfram um smásmugulega hluti og gerir enn á meðan "Róm brennur"!

Það er eins og fólk bæði á þingi og stuðningsmenn hinna ýmsu flokka hafi rammað skoðanir sínar inn í þröngan ramma og þaðan megi þær ekki sleppa.

Ég hef staðið sjálfa mig að þessu.  Þvílíkt frelsi að uppgötva að það er alveg hægt að skjóta sér út fyrir rammann og koma jafnvel við í römmum hinna til að öðlast skilning og virðingu fyrir skoðunum sem þar bærast.

Mín niðurstaða er sú að þetta ástand í þjóðfélaginu sé frábært tækifæri til að komast "út fyrir" rammann, taka höndum saman og hætta að bítast innbyrðis.

Þingheimur á að taka áskorun forsetans og ganga á undan með góðu fordæmi. 

Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér. 


Notum tímann

Nú er lag að nota athyglina sem Ólafur Ragnar Grímsson beindi að okkur með því að synja lögum um Icesave staðfestingar og kynna málstað okkar kyrfilega fyrir umheiminum.

Ég er ekki að segja að við eigum ekki að taka á okkur hluta af skellinum en mér sýnist einboðið að Evrópubáknið eigi að taka á sig ábyrgð af eigin regluverki sem Eva Joly segir eftir viðtöl við þá sem sömdu reglurnar að þær miðist ekki við það þegar hrun verður á bankakerfi heillar þjóðar.

Né heldur þegar efnahagshrun verður í heiminum.

Það er furðulegt en eini maðurinn sem segir þetta er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.  Aðrir, einkum ríkisstjórnin virðist vera of upptekin við að elta skottið á sjálfum sér.

Ég held að þjóðin eigi að gera þá lágmarkskröfu á og sjálfa sig og þingheim að steinhætta í flokkspólitískum skotgröfum en fara þess í stað að vinna saman sem ein samhent heild með hagsmuni sína að leiðarljósi.

Það er beinlínis hættulegt fólk sem stjórnar með hótunum um reiði annarra þjóða ef við skrifum ekki undir það sem bresk sveitarfélög og einstaklingar gömbluðu með.  Hver og ein einasta íslensk húsmóðir vissi að þetta var of gott til að vera satt og því ættu sveitarstjórnarmenn, skyldi maður ætla, að hafa haft hugsun á að fara varlega.

Hættulegt fólk segi ég því ákall til heimsins um refsivönd á okkur sýnir svo ekki verður um villst að forystumenn okkar munu ekki standa í vegi fyrir því að okkur verði látið blæða til síðasta blóðdropa.

Hvað höfum við þá að gera með sjálfstæði okkar eða lýðræði? 

 


Ólafur slekkur eldana eftir Jóhönnu, Steingrím og Össur

steingrimur_sigfusson_2_2daa5dd4.jpg

Steingrímur J. Sigfússon sagði í fréttum í fyrradag að hann ætlaði EITTHVAÐ úr landi til að slökkva elda. Hann vissi ekki hvenær eða hvert.

Össur Skarphéðinsson aflýsti Indlandsferð með forsetanum (varla er það kurteisislegt gagnvart Indverjum eftir að búið er að skipuleggja móttökur) til að halda símafund með David Miliband utanríkisráðherra Breta þó svo að Miliband mætti ekkert vera að því að vera á fundinum þar sem hann var upptekin við "slökkvistörf" í Breska þinginu.

Jóhönnu vantaði ekkert nema kúatskaft í klofið til að líta út eins og alvöru norn.

Með öðrum orðum þau höfðu ekki hemil á gremju sinni og það "lúkkaði" skelfilega. 

Svo kemur þetta brilljant viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson sem er öruugglega besta kynning á Icesave deilunni sem komið hefur í Breskum fjölmiðlum.

Nú vona ég bara að Steingrími takist ekki að egna Norðurlöndin upp á móti okkur á ný en mér til skelfingar sá ég á eftir honum hverfa inn í Leifsstöð í fréttatíma kvöldsins á leið til Norðurlandnna.

Þjóðstjórn takk! 

 


Ónýt ríkisstjórn.

Alvarleg atriði varðandi það hvernig Ríkisstjórn Íslands heldur á málum eru að koma fram með æ skýrari hætti en mann hefði órað fyrir.

Í bréfi forsætisráðherra til forseta koma fram alvarlegar upplýsingar um meintar kúgunaraðferðir hinna Norðurlandanna og Evrópusamfélagsins alls sem samkvæmt bréfi Jóhönnu notar Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem tæki til að kúga smáþjóð.

Nú benda þau á forsetann sem aðlalsökudólg í málefnum þjóðarinnar og kenna honum um eins og kom fram hjá viðskiptaráðherra að erlendir fjárfestar haldi nú að sér höndum.

Á sama tíma bíða aðilar sem vilja byggja gagnaver með ótal störfum, tækifærum og möguleikum ákvörðunar Ríkisstjórnarinnar með að fá að hefjast handa.

Hræðsluáróður virðist vera eina röksemd Ríkisstjórnar sem hefur ekki unnið að því sem hún var kosin til og þykist hafa efni á að halda fjárfestum sem vilja hasla sér völl hér á landi frá.

Það að Íslensk Ríkisstjórn láti það fara frá sér að Bretar og Hollendingar hafi framtíð okkar í hendi sér ef hinn umdeildi Icesae samningur verði borin undir þjóðina er auðvitað forkastanlegt og á ekki að líðast. 

Ég kalla eftir samræðum og samvinnu alls þingheims og krefst þess að skotgrafahernaður og átakapólitík verði gerð útlæg úr Íslenskum þingsal.

Ráðherrar sem ekki treysta sér til að leiða þá samvinnu en varpa þess í stað í sífellu sprengjum sem spilla fyrir samvinnu og tala síðan landið niður á vettvangi alþjóðasamfélagsins eiga frá að hverfa. 

  


Tími samvinnustjórnmála er kominn

Eiríkur Tómasson og Gunnar Helgi Kristinsson komu inn á það í viðtali við Boga Ágústsson að stjórnmálin á Íslandi væru í eðli sínu átakastjórnmál.  Við værum ólík öðrum þjóðum hvað það varðaði og þeir vonuðust eftir því að tími samvinnustjórnmála væri að renna upp hér á landi.  Eða þannig skildi ég þá ágætu herramenn.

Ég er svo innilega sammála þessu og hef ásamt fleirum undrast mjög þann málflutning sem Alþingi Íslendinga hefur boðið okkur upp á allt síðan það syrti verulega í álinn haustið 2008. 

Landið er á vonarvöl og þingmennirnir okkar FYRIR OG EFTIR kosningar hafa ekki sýnt þann þroska að reyna í sameiningu að vinna okkur upp á núllið á ný.  Eina viðleitnin í þá veru var afgreiðsla frumvarpsins um Icesave á sumarmánuðum en eftir að Hollendingar og Bretar höfnuðu fyrirvörunum hefur hver höndin verið upp á móti annarri á Alþing Íslendinga.  Ekki er undarlegt að aðrar þjóðir horfi til þess hve ósamstíga við erum og reyni að koma sínum málum áfram í skjóli þess.

Nú ríður á að við kynnum málstað okkar svo ekki verði um villst og fáum til þess reynda aðila sem kunna til verka.

Nú ríður á að þjóð og þing sameinist í afstöðu sinni og komi fram með raunhæfa lausn sem sýnir svo ekki leiki nokkur vafi á að við ætlum okkur að standa við skuldbindingar okkar.

Nú ríður á að við komum fram sem ábyrg þjóð og tölum einu máli um þá erfiðleika sem við okkur blasa og sýnum vilja til samvinnu án þess þó að láta kúga okkur. 

Það hvernig Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon komu fram strax eftir synjun forseta var ekki í þeim anda að skapa samstöðu meðal þjóðarinnar eða samstöðu annarra þjóða með okkur.

Þau verða að breyta um brag og virkja þingið með sér í samvinnu að lausn málsins.  

Þar geta þau tekið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra sér til fyrirmyndar en það er alveg einstakt hve vel henni hefur tekist að koma á samvinnu í borgarstjórn Reykjavikur. 

Staðan er þessi og við verðum að sýna þá ábyrgð að leysa úr henni saman. 

 


Skiptir það máli?

Nú velta menn því fyrir sér hvaða áhrif það hafi ef forsetin synjar lögunum staðfestingar og vísar þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Skiptir það máli spyr ég?  Synji hann lögunum öðlast þau samt sem áður tafarlaust gildi uns greidd hafa verið um þau þjóðaratkvæði eða alþingi dregur þau til baka.

Segi Bretar og Hollendingar upp samningnum þýðir það væntanlega að þeir muni sækja rétt sinn fyrir Íslenskum dómstólum og er það slæmt?

Ég heyrði ávæning af viðtali við Jón  Daníelsson hagfræðing þar sem hann sagði frá því að þegar hann útskýrði hve gífurleg skuldabyrði Icesave væri á hvern Íslending t.d. með því að heimfæra töluna á Bretland eða Bandaríkin m.v. það væru flestir sammála honum um að nánast vonlaust verði fyrir þjóðina að standa í skilum.  

 

jon-danielsson.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég skal ekki um það segja hver nákvæmlega áhrifin verða en það hlýtur að standa í okkur öllum að taka á okkur skuldbindingar langt umfram getu.  

Skuldbindingar sem hljóta að ógna sjálfstæði okkar sem þjóðar. 


mbl.is Blaðamannafundur í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæði þjóðar

Íslendingar háðu erfiða sjálfstæðisbaráttu á sínum tíma og höfðu það af að ná sjálfstæði sínu þrátt fyrir miklar mótbárur og ströggl nýlenduþjóðar.

Sjálfstæðið hefur verið okkur dýrmætt og þeir sem muna eftir baráttunni klökkna við tilhugsunina um þær fórnir sem færðar voru í þeirri baráttu.

Nú verður að segjast eins og er að ekki höfum við farið sérlega vel með fjöreggið sem okkur var falið.  Við létum sjálfstæði okkar eftirlitslaust í hendurnar á fjárglæframönnum.  Í sjálfu sér er ekkert ljótt við það að græða peninga og auðvitað skiljanlegt að hættulegasta rándýr jarðarinnar maðurinn fari eins langt og hann kemst í þeim efnum.

Það sem er athugavert er það að stjórnvöld og þingheimur allur brugðust þjóðinni þegar ekki var sett regluverk um hvernig mætti sýsla með peningana okkar.  Regluverk sem hefði komið í veg fyrir að þjóðarbúið okkar væri skuldsett langt umfram þjóðarframleiðslu langt fram í tímann.

Nú þegar þjóðin hefur sagt hingað og ekki lengra, stuðlað að því að skipta um fólk í brúnni er staðan enn verri en nokkru sinni fyrr.  Nýju skipstjórarnir eru nefnilega undir kúgunarvaldi nýlenduþjóða Evrópu og vilja vera þar!

Það er kaldhæðnislegt að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon séu svo æst í að komast aftur undir ægivald þjóða nýlendustefnu sem tók þjóðina áratugi að brjótast undan.

Að gangast í ábyrgð á öllum Icesave skuldbindingunum á okurvöxtum þýðir eingöngu það að nýlenduþjóðirnar fá fjöreggið okkar í hendur á ný. 

Við eigum ekki að láta það af hendi án þess að þjóðin fái sjálf að greiða um það atkvæði.  

Þetta varðar sjálfstæði þjóðarinnar.


mbl.is Skora á forsetann að staðfesta Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyjaálfa? Kostur í stöðunni.

Staðan sem við íslendingar erum búnir að koma okkur í er þröng.  Þó er það alltaf svo að í hverju vandamáli, hversu óyfirstíganlegt sem það virðist, felast sóknarfæri.

Sumir vilja meina að okkar sóknarfæri nú sé samþykkt Icesave og Evrópubandalagsaðild.  Við eigum að samþykkja 5% vexti á margfalda þjóðarframleiðslu okkar.  Evrópusinnar hafa greinilega sérsmíðað þessa lausn því í henni felst sannarlega aðeins eitt.  

Hvaða þjóð getur staðið undir slíku vöxtum á láni að þvílíkri stærðargráðu?  Hjá evróðubankanum eru að jafnaði 1/2 % vextir sem þýðir það að þegar kemur að því að ákveða aðild að Evrópubandalaginu munu þessir vextir væntanlega verða lækkaðir til samræmis við það sem þýðir aftur að aðild verður eini valkosturinn í stöðunni!

Ég segi að það eru miklu fleiri kostir sem vert er að skoða af alvöru.  Grænland ( sem heitir reyndar "Land fólksins" í dag en ekki Grænland) gæti verið lykillinn í stöðunni.  Þar sem augljóst er að landslagið kring um pólinn mun breytast mjög á næstu árum með aukinni hlýnun virðist það spennandi kostur að horfa til þeirra landa sem eiga landamæri að Norðurpólnum og auka samvinnu milli þeirra.  Talið er að gríðarlegar auðlindir muni verða auðsóttari til vinnslu þegar það gerist, bæði olía og vatn svo dæmi séu tekin.  Að maður tali ekki um ný fiskimið.  Með því að "pólþjóðirnar" þétti raðirnar og efli samstarf er raunhæfur möguleiki að þær geti haldið yfirráðum á þessu svæði og þar með yfir þeim auðlindum sem um ræðir. Evrópa mun öðlast meira vægi með aðild Íslands að bandalaginu og því er verið að reyna að kúga okkur til aðildar.

Við erum fyrst og fremst veiðimanna- og bændasamfélag.  Við erum ekki bankamenn.  Það  held ég að sé nokkuð ljóst.  Þess vegna eigum við að marka okkur sérstöðu með þeim harðbýlu þjóðum sem kunna að lifa af við þau erfiðu skilyrði sem fylgja því að búa nánast á sjálfum Norðurpólnum.

Við eigum ekki að láta Evrópu kúga okkur til undirgefni.  Í Evrópu eru um 7% allra jarðarbúa.  Evrópa er sem  ein lítil Hólmavík á heimsmælikvarða.  

Þetta er auðvitað nýlendustefna Breta og Hollendinga sem kunna að kúga þjóðir undir sig og nota Evrópubandalagið til þess! 

Við eigum að stofna Eyjaálfu með Grænlendingum og  Færeyingum.   Til þess að þetta geti orðið verða Grænleningar og Færeyingar að segja sig frá yfirráðum og ríkjasambandi Dana.  Það er auðvitað ekkert eilífðarlögmál að vera undir þeirra stjórn.  Síðan er hugsanlegt eins og áður segir að  mynda einhvers konar bandalag við þær þjóðir sem eiga land að Norðurpólnum.  Bandalag sem stæði vörð um þær auðlindir sem verða aðgengilegri á næstu árum og nýta þær skynsamlega öllum til hagsbóta.

Þetta er það góða við það þegar sverfur að. 

Það neyðir okkur til að hugsa út fyrir rammann. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband