Verið góð hvert við annað - Be kind to each other

Komin heim eftir vel heppnaða ferð norður til Akureyrar og Siglufjarðar.   Hitti Geir á Sigló en hann fór með húsið á bátinn sem við eigum í félagi við önnur hjón.

Hér fylgja með myndir af bílnum Geirs komnum með húsið norður, húsið að fara á bátinn og loks af Vilborgu ST 100 þar sem skipstjórinn er í brúarglugganum. Cool

-

I am home after a good journey to Akureyri and Siglufjörður.  I met Geir in Sigló but he drove with the house to the boat we own in a company with other couple.

Here are pitchures of  Geirs car with the house, the house on its way to the boat and at last Vilborg ST 100 where the captain is in the window.Cool

L1010350

 

L1010355L1010367

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Sæl og blessuð og velkomin heim. Ég verð nú að fara að kíkja til þín í heimsókn.

Það er gaman að skoða þessar myndir og nafna þín er meiri háttar flott og tekur sig vel út með nýja stýrihúsið, smekkmenn sem vissu hvað þeir voru að gera. Þessir "kallar" þínir eru hörku duglegir, eru þeir ekki líka komnir með vélina norður á Siglufjörð? Það verður flott hjá þér að horfa á hana nöfnu þína út um gluggann á sumarbústaðnum þínum á Djúpuvík, eða reyndar heimilinu þínu því þú átt jú lögheimili á þeim fallega og friðsæla stað, meðan Geir siglir henni á víkinni.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 30.6.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Fyndið, ég var að vafra hér um þegar athugasemdin þín datt inn. Við förum einmitt til Djúpavíkur á morgun en komum aftur á sunnudaginn. Verð heima næstu viku.

Já báturinn, Vilborgin, tekur sig vel út með húsið og vélin fór auðvitað á sinn stað líka en hún var á pallinum.

Vilborg Traustadóttir, 30.6.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband