mið. 27.5.2009
Húmar að kveldi
Enn einn dagurinn að renna sitt skeið í þessari heilsudvöl okkar systra hér á U Zbója í Póllandi. Dagurinn hófst með þrumum og eldingum. Veðrið lagaðist þegar á daginn leið og varð bara þokkalegasta veður með sól seinnipartinn.
Ég fór í andlitshreinsun í morgunsárið meðan systir skeiðaði hring í þrumuveðrinu.
Ég tók góðan göngutúr í skóginum og fór auðvitað "dýrahringinn". Hér eru nefnilega svo skemmtileg dýr rétt hjá í girðingu. Það eru kindur, kanínur og bambar. Svo eru auðvitað hænur eins og vera ber og hani sem galar. Ég gala bara á móti og þá galar hann enn meira.
Kisinn á staðnum er farin að gera sig heimakomin og eltir okkur jafnan heim. Hann þáði vatn hjá okkur í dag blessaður eftir að hafa legið með okkur í sólbaði hér úti á flötinni við sundlaugina.
Fór í nudd í kvöld og þvílík heilsubót.
Eigið góða nótt.
Flokkur: Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 18:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.