Heilsan og lífið

Fyrir nokkru tók ég þá ákvörðun að draga mig til hlés í ákveðnu verkefni sem ég tók þátt í að koma á laggirnar.

Ástæð þess að ég dró mig til baka var sú að ég fékk slæmar aukaverkanir af nýju lyfi sem ég fékk við MS sjúkdóminum.  Tysabri heitir það.

Verkefnið heitir Krossgötur og er heilsuverkefni um heildrænt detox á Hótel Glym í Hvalfirði.

Ég er í dag afar sátt við ákvörðun mína.  Það að gera sér grein fyrir því að heilsan þarf að hafa forgang er nauðsynlegt öllum og sérstaklega þegar maður er í stöðugri "varnarbaráttu" eins og ég hef verið í undanfarin ár.

Baráttu þar sem sigrarnir eru smáir ef einhverjir er það vörnin sem gildir.

Liður í þeirri varnarbaráttu hefur einmitt verið að fara í detox til Póllands og fagnaði ég því að geta veitt aðstoð við að koma meðferðinni í Hvalfjörðinn. 

Ég óska Krossgötum alls góðs og vona að þau sem sækja námskeiðin í Hvalfirðinum fái að upplifa það jákvæða sem ég hef upplifað eftir mínar Póllandsferðir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Góðar óskir í Hvalfjörðinn og það var rétt hjá þér í þinni aðstöðu að draga þig til hlés. Vonandi gengur allt vel hjá Krossgötum

Hulda Margrét Traustadóttir, 4.5.2009 kl. 19:11

2 Smámynd: María Pétursdóttir

Sæl Vilborg, hvernig gengur með Tysabriið? 

Ég er búin að vera í mjög tíðum og slæmum köstum núna frá áramótum.  Var að koma úr þriðju sterameðferðinni af St. Jósefs í gær.  Er með dofa, bruna og lömunareinkenni frá tám upp að brjóstum.  Ferlega stressuð núna því einkennin virðast vera að versna, færast ofar og meira út í hendur þrátt fyrir sterana síðustu daga.  Ég náði í Hauk loksins fyrir nokkrum dögum og hann segist ætla að kalla mig inn í viðtal innan þriggja vikna vegna Tysabri.  Ég er samt ferlega stressuð yfir þessu lyfi (aukaverkununum).  Það væri gaman að heyra aðeins í þér, ef þú hefur tíma til að bjalla í mig við tækifæri.  Síminn hjá mér er:659-6448.

Bestu kveðjur

María P.

María Pétursdóttir, 15.5.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband