sun. 3.5.2009
Hvað gerir Evrópusambandið í þessu?
Flokkarnir sem "sátu í festum" í kosningabaráttunni, Samfylking og Vinstri Grænir, geta ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut eftir kosningar.
Á meðan renna verðmæti fólks frá því í óstöðvandi straumi sem sífellt þyngist. Við vitum að það má ekki dragast að henda björgunarhring til drukknandi manns. Fyrrnefndir flokkar láta eins og þeir sjái ekki neyðina en eru þess í stað að rexa um aðild að Evrópubandalaginu meðan sífellt fleiri hér heima verða undir í baráttu sinni fyrir lífinu.
Ég tel að algert úrræðaleysi þeirra sé nú þegar orðið lýðum ljóst.
Ég tek undir með Atla Gíslasyni þingmanni VG sem kallar eftir þjóðstjórn.
Þjóðstjórn þar sem allir flokkar vinna saman sem einn að því að þessi þjóð rétti úr kútnum.
Úr því sem komið er getum við ekki horft upp á pólitíkusa bítast innbyrðis um einskisverða hluti eins og völd.
Við viljum sjá árangur og við viljum sjá hann NÚNA Jóhanna Sigurðardóttir!
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tek líka undir með Atla Gíslasyni.
EE elle
. (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.