lau. 25.4.2009
Ég komst ekki á kjörstað...
Því miður komst ég ekki á kjörstað í minni heimasveit Árneshreppi og kaus því utan kjörfundar.
En ég kaus!
Það var að vefjast fyrir mér hvort það svaraði kostanaði að kjósa þar sem ég hef ekki trú á þeim kjörnu fulltrúum sem brugðust okkur svo hrapalega í efnahagshruninu.
Ég heyrði í Evu á Djúpavík í morgun og var hún einmitt að bíða eftir að vegurinn yrði opnaður. Hún sá moksturstækið (sem Ingólfur yfirmaður kjörtjórnar stýrir) út við Naustvík milli élja rétt fyrir símtalið en meðan ég talaði við hana var svo dimmt að hún sá ekki hvar hann var þá stundina.
Það er því engin afsökun svo.....
Sá fyrsti mættur í Árneshreppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook
Athugasemdir
hahahaha frábœrt slagord!!!
Sporðdrekinn, 25.4.2009 kl. 17:14
Gott þú notaðir atkvæðið þitt systir Og svo hugsar maður að sjálfsögðu norður í hrepp !
Hulda Margrét Traustadóttir, 25.4.2009 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.