Eiga menn ekki að segja af sér í þessari stöðu?

Sennilega væri stjórnmálamaður alls staðar annars staðar í heiminum búin að segja af sér.

Ekki endilega að hann væri að viðurkenna mistök heldur væri hann að taka hagsmuni flokksins fram yfir eigin hagsmuni.  

Það rýrir traust kjósenda á Sjálfsæðisflokknum að menn séu endalaust að stríða gegn siðferðisvitund fólks.

Bjarni verður að láta málið til sín taka og setja mörk. 


mbl.is Óskar úttektar á störfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sammála.

Marta B Helgadóttir, 13.4.2009 kl. 23:17

2 Smámynd: TARA

Mikið rétt...

TARA, 13.4.2009 kl. 23:30

3 identicon

Það hlýtur að vera krafa að kjörnir fulltrúar séu hafnir yfir minnsta grun um græsku og það að Guðlaugur vísi athugasemdum okkar til ríkisendurskoðanda á þessum tímapunkti er ekki nóg. Niðurstaða slíkrar skoðunar verður aldrei tilbúin fyrr en eftir næstu kosningar og þá er Guðlaugur sloppinn fyrir horn. Stjórnmálamaður sem fær þann stimpil að efast sé um heiðarleika hans á bara að víka.

Gunnar Tryggva (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 23:55

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Krafa Guðlaugs um þessa rannsókn er í senn heiðarleg og óeigingjörn. Það hefur ekki verið sannað að hann hafi brotið af sér og því óeðlilegt að hann segði af sér þingmennsku fyrir þetta. Fari þó svo að ríkisendurskoðandi finni misgjörðir í störfum hans tel ég það eðlilega kröfu að Guðlaugur segi af sér.

Hilmar Gunnlaugsson, 14.4.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband