fim. 2.4.2009
Hvíld....ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur þú ekki heilsu fyrir tímann á morgun.
Mér var ráðlagt af læknum að taka mér hvíld næstu dagana. Ég ætla a gera gott betur og taka mér þriggja mánaða hvíld frá stússi sem stressar.
Ég ætla að forgangsraða algerlega á mínum forsendum og gera einungis það sem er gefandi fyrir mig.
Ég hef rætt málin við þá sem næst mér standa og þá sem ég er í samstarfi við og þetta er niðurstaða mín.
Þess vegna mun ég setja öll verkefni á "hold" í þrjá mánuði en vinna þau sem eru brýnust og landa því sem ég hef tekið að mér eins vel og samviskusamlega og ég get.
Þetta lyf sem ég er a byrja að fá gegn MS virðist ætla að hafa þær aukaverkanir að ég má til að fara inn á við og hugsa um heilsuna nr eitt, tvö og þrjú eins og maður reyndar á alltaf að gera.
Á vegg hjá góðum lækni norður á Siglufirði hékk veggspjald sem á stóð.
"Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá hefur þú ekki heilsu fyrir tímann á morgun".
Flokkur: Heilbrigðismál | Facebook
Athugasemdir
Flott hjá þér, svo stjana ég við þig í Polska !
Hulda Margrét Traustadóttir, 2.4.2009 kl. 16:12
Já ég hlakka ekkert smá til enda verða þá komið á þriðja mánuð á lyfinu og vonandi eitthvað farið að rjátlast af mér ringlið!
Vilborg Traustadóttir, 2.4.2009 kl. 20:27
Gott hjá þér.... gæti ekki verið gott fyrir þig að fara í Bláa Lónið og fara í gott nudd þar, ég hef að vísu ekki prófað það en veit að þeir sem hafa farið einu sinni fara aftur og aftur, gangi þér vel
Sigurveig Eysteins, 3.4.2009 kl. 05:02
Gott hjá þér, ég vona að allt gangi þér í haginn.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 3.4.2009 kl. 08:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.