Lögst í ferðalög

Við  hjónin erum lögst í ferðalög.  Ég er í Póllandi og hann í Svíþjóð.

Ég verð í viku en hann í fjóra daga.

Hér í Póllandi er ágætis veður þó vorið sé ekki komið finnst mér sem það sé að byrja að gægjast á gluggann.

Það hefur verið sól og fer hlýnandi. Í dag er skýjað.  

Ég var að koma úr nuddi hér á heilsuhótelinu og þvílíkur munur á einni manneskju.  Þessi Úkraínski nuddari er snillingur í sínu fagi.

Ég var hjá Boryz sem er læknirinn sem sér um ristilhreinsanir hér í morgun.  Það er eins og að hitta gamlan vin að hitta hann.  Boryz er einnig frá Úkraínu.

Hér er ágætt að vera og ég sá á vigtinni í morgun að það eru farin um tvö kg af mér síðan ég kom á laugardaginn.

Hlakka til að koma heim á laugardaginn en ég get ekki verið nema eina viku að þessu sinni vegna stafa minna heima á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hm....öfunda þig af því að vorið gægist á glugga hjá þér. Hér heima er þó allt gott og helgin afar skemmtileg. Vona að allt gangi ykkur í haginn hjá Borys og öllum hinum. Verður gaman að heyra frá þér ....knús á línuna

Hulda Margrét Traustadóttir, 2.3.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband