Til hamingju

Jón Baldvin Hannibalsson er sjötugur og ferskur sem aldrei fyrr.

Hann hefur komið með beinskeyttar og raunsannar útskýringar á bankahruninu, orsökum þess og afleiðingum.  Umfram allt bendir hann á skýrar leiðir til úrbóta í okkar erfiðu stöðu.

Maður með reynslu Jón Baldvins, þekkingu og  vilja til að taka á málum er vandfundinn á Íslandi í dag.

Ég tek því fagnandi ef hann býður fram krafta sína. 

Háar raddir eru uppi um að allir eldri stjórnmálamenn eigi að draga sig í hlé og leyfa yngra fólki að taka við.  Ég veit ekki betur en mikil endurnýjun hafi átt sér stað á allra síðustu árum í stjórnmálaflokkunum 

Hvert leiddi það okkur? 

 

 


mbl.is Húsfyllir til heiðurs Jóni Baldvini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ég er nú ekki alveg sammála þér að þessi krísa sem við erum í núna sé stjórnmálamönnum að kenna þó vissulega beri þeir ábyrgðina sem æðstu menn landsins.

Bankahrunið er blindri gróðafíkn bankastjóranna að kenna sem voru búnir að missa allt raunveruleikaskin að því er séð verður.

Landfari, 21.2.2009 kl. 17:48

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Skelfing leiðist mér þessi hugsunarháttur að fólk eigi að þegja eftir einhvern vissan aldur. 'I mínu uppeldi var mér kent að hlusta á mér eldra fólk og læra af því. Það væri betur komið fyrir þessari þjóð hefði það verið gert. Menntun er góð en reynsla ekki síðri og HANA NÚ

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.2.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband