"Við eplin" sögðu hrossataðskögglarnir.

Ég hlustaði agndofa á Gylfa Zoega í fréttum í gær...eða var að í fyrradag?  Skiptir ekki öllu en það sem hann sagði var ógnvekjandi.

Erum við Íslendingar virkilega svo skini skroppin að halda það að við höfum efni á því að vera með hroka gagnvart öðrum þjóðum?

Höfum við efni á því að loka leiðum nú þegar staða okkar svo afleit sem raun ber vitni.

Gylfi virtist hafa eitthvað fyrir sér í því að alþjóðlegar stofnandir upplifðu hroka af okkar hálfu í stað vilja til samvinnu.

 --

Það er gott hjá Gylfa að taka þetta upp og benda okkur á þetta.

 

Maður spyr sig í framhaldinu hvernig eru samskipti okkar stjórnmálamanna og þeirra sem hafa með málaflokkinn að gera við alþjóðlegar stofnanir?

 __

Getur maður (Íslenska ríkið og stofnanir á þess vegum)  sem er með allt niður um sig heimtað það að aðrir skeini sig alveg óumbeðnir?

Jafnvel hreytt ónotum í viðkomandi ef pappírinn er ekki alveg nógu mjúkur?

Stöndum við Íslendingar í sömu sporum og hrossataðskögglarnir?

Höldum við að við séum eitthvað annað en við erum?

Við þurfum að sýna auðmýkt stöku sinnum fjandinn hafi það! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús H Traustason

Hroki og yfirlæti hafa einkennt íslenska stjórnmála og útrásarlið síðustu árin. Geir Haarde talaði ekki við Gordon Brown af því hann vogaði sér þá ósvinnu að svara ekki sjálfum forsætisráðherra Íslands þegar hann lét nú svo lítið að hringja. Að láta sér detta í hug að hringja aftur: Nei ekki Geir Haarde.

Magnús H Traustason, 20.2.2009 kl. 16:33

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Hvalveiðarnar eru dæmi um það sem erlendum stjórnvöldum og þegnum almennt finnst vera stuldur á náttúru-auðlindum alheimsins.

Einar K. leyfði veiðar á 150 Langreyðum og 150 Hrefnum.  Hvalveiðar í atvinnuskyni voru leyfðar 2006 - örfá dýr. Veiddar voru nokkrar hrefnur og mig minnir 7 langreyðar.  Það tók 3 ár að selja það kjöt - hvernig sem það hefur svo bragðast eftir 3ja ára frystigeymslu.  Verðmætið var 95 milljónir króna fyrir þjóðarbúið.

Langreyður er svonefnt flökkudýr - þ.e. hún syndir um öll heimsins höf, á viðkomu hér við land sem og annars staðar um heiminn.  Langreyður er í útrýmingarhættu og því eru flestir vísindamenn sammála um.

Aðrar þjóðir sem eiga þessi dýr líka, þar sem þau eru flökkudýr, og standa í miklum efnahagsþrengingum ættu þá alveg eins að geta veitt þessi dýr en gera ekki.

Þetta er ekki eingöngu spurning um hversu margir ferðamenn munu koma til landsins eða ekki koma.

Þetta er ekki eingöngu spurning um hversu margir ferðamenn munu fara í hvalaskoðun.

Þetta er spurning um stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu.

Ég vann skýrslu fyrir sjávarútvegsráðuneyti um þessi mál 2006, en þar kom fram að erlend stjórnvöld, hagsmunasamtök og fyrirtæki voru alfarið á móti þessum veiðum okkar - en Íslendingar líta á þetta mál sem einhvers konar sjálfstæðisbaráttu - en þessi barátta okkar sem gefur okkur 95 milljónir á ári, dregur úr vilja alþjóðasamfélagsins til þess að eiga við okkur viðskipti, lánafyrirgreiðslu og almennt samstarf.

Svo.............. ekki er nóg að tala um hroka okkar stundum en hugleiða ekki stöðu alþjóðasamfélagsins þegar það hentar okkur ekki.  Því miður.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 21.2.2009 kl. 02:18

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Jú og smá-viðbót.  Japanir er markaður okkar fyrir hvalkjöt.  Japanir eru að ganga í gegnum mjög miklar efnahagsþrengingar og spurning hvað þeir geri með hvalkjöt nú, hvað þá 300 dýr, þegar það tók þá 3 ár að versla 7 dýr.

Skv. markaðsrannsóknum í Japan, er það nánast eingöngu eldra fólkið sem borðar hval.  Það yngra gerir það ekki.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 21.2.2009 kl. 02:21

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hvalveiðar eru kannski dálítið ríkur þáttur í okkar atvinnusögu. Við erum veiðimenn og bændur að upplagi. Það er það sem við kunnum.

Það skrýtna er að þeir ferðamenn sem fara í hvalaskoðun smakka sjálfir langoftast hvalkjöt þegar þeim er boðið upp á það.

Þetta kom fram á fundi ferðaþjónustuaðila sem ég sat á dögunum.

Þar var marinerað hrefnukjöt meðal þess sem var á boðstólum.

Vilborg Traustadóttir, 21.2.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband