lau. 14.2.2009
Við vitum þá hvað við fáum
Ég dreg ekki í efa orð Katrínar Jakobsdóttur enda er eitt að hafa áhuga og annað að semja.
Við vitum það alveg fyrir víst að þessi stjórn heldur áfram eftir kosningar og þá með fullri aðkomu Framsóknarflokksins sem reyndar hefur töglin og hagldirnar í þessu samstarfi.
Ég fagna því að Lýðveldisbyltingin ætlar ekki að bíða eftir stjórnmálaflokkunum eða stjórnvöldum með aðgerðir.
Fólkið í landinu er um það bil að taka málin í sínar hendir og koma á réttlátara valdakerfi og þar af leiðandi betra þjóðfélagi fyrir okkur öll.
Lifi Lýðveldisbyltingin.
Ekki verið samið um framhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Facebook
Athugasemdir
Góðan daginn Vilborg þú skrifar.
"Fólkið í landinu er um það bil að taka máin í sínar hendir og koma á réttlátara valdakerfi og þar af leiðandi betra þjóðfélagi fyrir okkur öll"
Þetta sögðu líka Lenin. Mao, Franco, Castro, Hitler, og fleiri.
Þannig að ég er ekki viss um að ég fagni eða styðji þessa byltingu þó hún sé vel meint ég er frekar fylgjandi þróun en stökkbreytingum þær geta nefnilega bæði verið góðar og slæmar.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.2.2009 kl. 13:03
Það verður að sjálfsögðu að fara varlega og ekki gera þetta í einum vettvangi. Ég tel að ef við náum að knýja fram Stjórnlagaþing sem breytit reglunum um m.a. kosningar, kjördæmaskipan og komum inn einstaklingskosningum væri stórt skref tekið í rétta átt.
Það fer fram mikil vinna hjá Lýðveldisbyltingunni sem fróðlegt er að fylgjast með og allir geta tekið þátt í.
Takk fyrir að stafsetja málin eins og ég gerði í grieninni (máin) ég leiðrétti það ;-)
Auðvitað vill engin fá einræði hér. Þess vegna eru málin unnin opið og með þátttöku þeirra sem vilja vera með.
Vilborg Traustadóttir, 14.2.2009 kl. 14:23
Rétt er það varlega þarf að fara :) ekkert að þakka með stafsetninguna lol eg væri að henda steinum úr glerhúsi ef ég færi að skipta mér af henni
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.2.2009 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.