Stolt siglir fleyið mitt!

Það er gaman að fylgjast með því hvernig Framsóknarflokkurinn er að endurholdgast.

Framsóknarflokkurinn skiptir um stýrimann og skipstjóra og alla áhöfn og sveigir nú undirmannaðri skútunni af leið.

Maður veltir fyrir sér hvaða siglingarleið verði ofan á en nú er kúrsinn tekinn á  að afvegaleiða aðra flokka og tæla þá til fylgilags við maddömuna.

(Er það annars af leið í siglingarfræðum Framsóknarflokksins)? 

Framsóknarskútan sem var komin á hvolf hefur skyndilega fengið sér andlitslyftingu og risið úr hafinu tvíefld að kröftum en án liðsafla. 

Þó hefur nýtt fólk flykkst í skörð þeirra sem stukku af sökkvandi fleytunni.

Nýi Glitnir, Nýi Landsbankinn,  Nýja Kaupþing og Nýja Ísland hafa blásið framsóknarmönnum hug í brjóst og Nýi Framsóknarflokkurinn leit dagsins ljós eftir nokkuð klaufalegar færingarhríðar í formannskjöri.

Víst er að með Jónínu Ben og Sævar Ciesielski innanborðs munu Framsóknarmenn ekki þurfa að kvíða því að fá ekki vind í seglin.

Þvert á móti mun skútan skríða sem aldrei fyrr en hvert er ferðinni heitið? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband