Beðið svars....

Forsætisráðherra bíður svars frá bankastjórum Seðlabankans um það hvort þeir hyggist verða að ósk ríkisstjórnarinnar um að biðjast lausnar.

Ég velti fyrir mér hvað gerist ef þeir svara ekki kallinu?

Er þá plan B?

Hvert er það plan?

Það ef bankastjórarnir svara ekki sýnir hve skökk stefna það er að setja menn pólitískt í þetta embætti.

Þegar svona hamfarir dynja yfir eins og hafa gert yfir okkur á undanförnum mánuðum kallar á önnur vinnubrögð en hafa tíðkast.

Það gefur auga leið.

Það kerfi sem við byggðum upp og treystum brást.

Við erum ekki að leita að sökudólgum þó við óskum eftir að menn í þeim embættum sem ábyrg eru í málinu segi af sér.

Þeir yrðu menn að meiri fyrir vikið. 

 

Besta leiðin til að leiðrétta

ágreining er ekki fólgin í því

hver hafi rétt fyrir sér, heldur

hvað sé rétt. 

 


mbl.is Bankastjórn hugsar sig enn um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband