fim. 5.2.2009
St Jósefs
Vonandi snýr Ögmundur ákvörðuninni um að loka St Jósefsspítala við.
Það fer alveg einstakt starf fram á þessu sjúkrahúsi og það væri mikil afturför að loka á alla þá þekkingu og þjónustu sem fer fram á sjúkrahúsinu.
Hugmyndir um að flytja starfsemina til Reykjanesbæjar voru óraunhæfar og hefðu ekki skilað sér til þeirra sem nota þjónustuna í dag.
Nýtt sjúkrahús í Reykjanesbæ tengt Bláa Lóninu getur alveg risuð óháð því að leggja niður þjónustu í öðrum bæjarfélögum.
Ágústa Johnson eiginkona Guðlaugs Þórs f.v. heilbrigðisráðherra er í stjórn Bláa Lónsins og heyrst hafa hugmyndir um að tengja Bláa Lónið meira við heilbrigðisþjónustuna í Reykjanesbæ.
Ég vona að það gangi eftir því það er vafalaust þarft verkefni.
Vill eyða óvissunni um framtíð St. Jósefsspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Heilbrigðismál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.