Lifi lýðveldisbyltingin

 

Mín tilfinning er sú að búsáhaldabyltingin er rétt að byrja.

 

 

Nú er fólk að melta árangurinn og hann er satt að segja ekki öllum

 

 

að skapi nema hvað það varðar að fyrrverandi ríkisstjórn naut ekki

 

 

lengur trausts og þess vegna varð að breyta um brag....í bili.

 

 

Ég tel að sú undiralda sem er í þjóðfélaginu verði ekki stöðvuð með

 

 

þeirri minnihlutastjórn sem nú er við völd.

 

 

Krafan er gjörbreytt umhverfi, svo gjörbreytt að þeir þingmenn VG

 

 

og Samfylkingar sem í einfeldni sinni gengu um Austurvöll og hvöttu

 

 

fólk til dáða þann 20. janúar s.l. muni jafnvel óska þess að ástandið

 

 

hefði verið óbreytt um sinn.

 

 

Við viljum flokksræðið burt. Hvort sem það er vinstri-hægri eða snú!

 

Lifi lýðveldisbyltingin!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húrra, húrra! Góður pistill hjá þér kæra Vilborg. Skoðanakönnunin í dag sýndi 40% óákveðna. Sem gefur um leit frat í flokksræðið. Þetta er á leiðinni..

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband