þri. 3.2.2009
Sóknarfæri
Það er sóknarfæri fyrir ný framboð að tæp 40% hafa ekki gert upp hug sinn um hvað þau ætla að kjósa samkvæmt könnuninni.
Ég tel að nú verðum við að stíga skrefið til fulls og gera lýðveldisbyltingu.
Það verður að stofna nýtt lýðveldi sem byggir á þeim grunni sem við fólkið í landinu höfum skapað. Á þeim grunni sem hinn almenni þjóðfélagsþegn getur og vill leggja til grundvallar nýjum tímum.
Flokkakerfið er sannanlega gengið sér til húðar og við treystum því ekki fyrir horn.
Lítið bara á þessa könnun og það hvernig fylgið sveiflast til. Þjóðin er jafn ráðvillt sem fyrr og ekkert okkar veit á hverju það getur átt von.
Ég hef staðið mig að því sjálf í vangaveltum mínum og viðræðum við annað fólk í sambandi við stofnun nýs lýðveldis að efast um kosti þess.
Niðurstaða mín er alltaf sú að kostir þess eru yfirgnæfandi fram yfir vankanta eða galla.
Við búum við flokksveldi sem hefur æ ofan í æ orðið uppvíst að spillingu sem bitnar á okkur öllum og við sitjum alltaf einhvern vegin í súpunni. Getum engu breytt. Við búum því ekki í lýðræðisríki. Þessu verðum við að breyta til þess að við sjálf getum öðlast aftur trú á það að við getum búið áfram í þessu landi og lifað af og vonandi haft það gott.
Ég vil flýta því að þjóðin efni til Stjórnlagaþings og kjósi aðila sem vinni í nánu samstafi við þjóð sína að nýrri stjórnarskrá í anda þeirra gilda sem við viljum að verði höfð að leiðarljósi.
Þess vegna og af ótal öðrum ástæðum er ég sannfærð um það að við verðum nú að fylgja eftir okkar sannfæringu sem hefur orðið háværari með hverri vikunni sem hefur liðið af þessum vetri.
Sannfæringu sem hefur verið að taka á sig sterka mynd öflugrar frelsisbaráttu.
Sannfæringu sem sér fyrir sér að eftir nauðsynlegar breytingar á grunnstoðum lýðræðisins sem felast í stjórnarskránni stofnum við nýtt lýðveldi á Íslandi
Stundum þorir maður ekki að stíga út úr einhverju kerfi sem maður hefur byggt í kring um sig og unað við lengi.
Það óttast allir breytingar. Hvers vegna ekki að snúa dæminu við og fagna breytingum? Breytingum sem við eftir vandlega íhugun og rök með og á móti vitum að eru okkur öllum happadrjúgar?
Niðurstaða mín er því sú að nú eins og oft áður verð ég að stíga einu skrefi lengra en ég þori.
Lifi lýðveldisbyltingin
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2009 kl. 00:50 | Facebook
Athugasemdir
Já flokkakerfið er svo sannarlega gengið sína leið. Enn ég lít á það sem eitt og stofnun nýs lýðveldi annað og hvortveggja nauðsynlegt. Mér finnst nauðsynlegt að taka upp persónukosningar eins fljótt og við verður komið. Hef bloggað um þetta og fengið fullt af e mailum þessum hugmyndum til stuðnings Enn góð færsla hjá þé vinkona.
Gylfi Björgvinsson, 3.2.2009 kl. 21:55
Já það er alveg rétt hjá þér að persónuleg kosning t.d.forsætisráðherra er nauðsiynlegt. Svo er alveg spurning hvort við þurfum forseta?
Vilborg Traustadóttir, 3.2.2009 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.