Skref í átt að nýju lýðveldi

Ég lít á þetta sem skref í átt að nýju lýðveldi.

Það var Jóhanna Sigurðardóttir sem ljáði máls á sérstöku stjórnlagaþingi til að fara yfir og uppfæra stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins.  Jóhanna flutti frumvarp til laga um það árið 1995.

Því hlýtur það að vera henni kærkomið að vera nú í aðstöðu til að hrinda því í framkvæmd.

Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af núverandi flokksræði og pólitískum "barbabrellum", það veit Jóhanna fullvel.

Þjóðin vill ekki einungis uppfæra gömlu stjórnarskrána nú.  Þjóðin vill stofna nýtt lýðveldi með nýja stjórnarskrá og gjörbreytt kosningaumhverfi. 

Með því að Jóhönnu tími er komin hlýtur einnig tími þjóðarinnar að vera komin.

Ég óska Jóhönnu velfarnaðar í starfi og ég hlakka til að kjósa fólk á stjórnlagaþing og leggja þannig grunn að nýju og mannvænlegra Íslandi.

 


mbl.is Skjaldborg slegið um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband