Hefnd Ingibjargar?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er pólitíkus fram í fingurgóma.  Þegar hún varð undir í sínum flokki meðan hún var í aðgerð vegna heilaæxlis í Svíþjóð varð hún að hugsa málið upp á nýtt.

Hún kom heim og reyndi að laga stöðuna í þeim "björgunarleiðangri"sem hún var í miðjum með Geir H. Haarde.  Þegar það gekk ekki stakk hún upp á Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætisráðherraembætti í stað Geirs.  Sagði Samfylkinguna vilja annast verkstjórnina.

Þetta gerði hún í stað þess að leggjast inn á sjúkrahús eins og læknar hennar höfðu mælt fyrir um.  

Síðan sneri hún sér að Vinstri Grænum og bauð fram Jóhönnu.

Það er í þessum skrifuðu orðum að verða að veruleika með því að  Framsóknarflokkurinn verji þau falli.

Það boð Framsóknarflokksins kom reyndar áður en fyriir ríkisstjórn féll.

Þetta boð Ingibjargar um Jóhönnu í forsæti ber þess keim að Ingibjörg sé að ná sér niðri á samstarfsfólki sínu í Samfylkingunni sem snerist gegn henni í erfiðum veikindum hennar og einnig að setja Jóhönnu "til höfuðs" Steingrími Sigfússyni en milli þeirra Steingríms og Ingibjargar hefur neistað í undanfarinni stjórnartíð Ingibjargar.  

Það hafa ekki verið ástarneistar. 

Agnes Bragadóttir fjallar um málið í Morgunblaðinu í dag í pistlinum "Agnes segir". 

-- 

Þessi atburðarrás vekur upp spurningar um veikindi ráðamanna og það hvort þeir einir séu dómbærir á það hvort þeim ber að hlíta læknisráði og vera í veikindaleyfi og dvelja á sjúkrahúsi?

Þarna eru gríðarlegir þjóðarhagsmunir í veði og veikir ráðamenn geta gert slæm mistök á kostnað þjóðarinnar. 

 


mbl.is Ingibjörg á Bessastaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Vilborg.

Snjallar leikfléttur í stjórnmálum geta skipt sköpum !

Nú fylgjumst við með þessum framhaldsgjörningum Íslenskra stjórnmála þar sem EKKERT er ÖRUGGT.

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 12:48

2 identicon

Var Agnes að flétta þetta í Mogganum í dag? Ingibjörg er foringi til vinstri jafns við Davíð sem foringi til hægri. Þoldu ekki hvort annað enda svo til eins. Hún er búin að búa til nýjan Reykjavíkurlista sem hún saknar frá borginni. Yfirfært á landsmálin í dag. Hefna sín á Samfylkingunni? Hún ræður öllu þar en fylkingin er samsafn ótrúlegra ólíkra hagsmunamála.  Og hún er aðal. Að hennar mati.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já það er athylgisverð fæ'étta og þar sem Jóhanna er "flokkur" í sjálfu sér hefur Ingibjörg hugsað að þar hæfði kjaftur skel!!!

Vilborg Traustadóttir, 1.2.2009 kl. 14:24

4 identicon

Já, ekki fjarri lagi Vilborg. Hennar tími er sko tíminn og ég séð blikið í augunum á henni. Veistu mér finnst hún flott, en á ekki að vera í Samfylkingunni. Hún er aðal og á ekki að vera besti vinur aðals.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband