lau. 31.1.2009
Nýtt lýðveldi mun rísa senn
Ég tek undir það með fleirum að ég vona innilega að þetta sé síðasta ríkisstjórn þess flokkakerfis sem við búum við í dag.
Íslendingar eiga skilið að spilin verði stokkuð og það verði gefið upp á nýtt.
Við höfum á fjögurra ára fresti þolinmóð hlustað á sömu flokkana með örfáum nafnabreytingum, halda sömu ræðurnar og kosið eftir okkar bestu sannfæringu. Svo eftir kosningar fáum við samsull af einhverju sem við alls ekki viljum sjá.
(Það gætir nefnilega misskilnings meðal VG og vistri arms hinna flokkanna að pottaglamrið hafi verið til að koma þeim til valda. Þeir munu senn súpa seiðið af því hve fljótfærir þeir voru að álykta sem svo).
Ég styð það að ráðist verði í gagngerar breytingar á stjórnarskránni og að tekið verði upp annar háttur á því að velja okkur mannskap til að stjórna landinu.
Að þjóðin sem er lögð af stað með pottum og pönnum gefist ekki upp á miðri leið.
Að þetta gamla og lúna og spillat flokkskerfi verði lagt af í núverandi mynd.
Að stjórnsýslan verði færð nær fólkinu sem hún þjónar.
Að Ísland standi aftur í báða fætur.
Að við getum aftur sagt með stolti "ég er Íslendingur"!
Lofum engum kraftaverkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.