Að sjá ekki flísins í auga náungans fyrir bjálkanum í sínu eigin...

Ég er ekki sammála Geir H. Haarde í þessu.  Það getur þó vel verið að einstaklingar innan Samfylkingarinnar hatist út í Davíð Oddsson seðlabankastjóra vegna gamalla og nýrra væringa í pólitík.

Það sýnir einungis og sannar hversu arfavitlaust það er að skipa afdankaða pólitíkusa í það embætti.

Pólitíkusa sem hafa ekki nauðsynlega þekkingu til að bera í þetta mikilvæga starf. 

Það segir bara hve veikt það er að hafa þann háttinn á þegar Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki "rörað við" seðlabankanum af ótta við endurkomu Davíðs í stjórnmálin.

Þetta hefur ekkert meira með Samfylkinguna að gera en Sjálfstæðisflokkinn eða þjóðina.

Þjóðin vill einfaldlega að menn sæti ábyrgð á þeim hrapalegu mistökum sem þeir gerðu.

Davíð er einn af þeim. 

 

 


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband