fös. 30.1.2009
"Framsóknarhækjan"
Framsóknarhækjan er látin duga.
Við skulum vona að það reynist nýrri ríkisstjórn happadrjúgt.
Ég hef ákveðnar efasemdir um gang mála og þá sérstaklega þá staðreynd að Framsóknarflokkurinn virðist hafa öll tögl og hagldir í þessari minnihlutastjórn.
Kannski er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því og kannski er Framsóknarflokkurinn í fullri einlægni að taka til í eigin ranni.
Eitthvað hugsa ég að það sé þó erfitt fyrir flokk með langa sögu og rótgróin og spillt tengsl víða í samfélagið að umbreytast í "móðir Teresu" á einni nóttu.
Frjálslyndi flokkurinn er samkvæmt Guðjóni Arnari í stjórnarandstöðu á komandi "kjörtímabili" sem mun væntanlega standa alveg fram í endaðan apríl eða byrjum maí.
Það mun mest mæða á Framsóknarflokknum í þessu samstarfi og því hvað hann er tilbúinn að leggja nafn sitt við.
Framsókn er í framsókn þar til annað kemur í ljós.
Frjálslyndir ekki með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.