Þjóðin vill koma að Stjórnlagaþingi ekki bara flokkarnir á þingi

Mér sýnist ef ég er neikvæð að ný ríkisstjórn muni fara fram úr sjálfri sér og glata trausti á fyrstu metrunum.

Ef ég er jákvæð þá er þessi krafa Framsóknarflokksins um stjórnlagaþing skref í átt að breytingum.

Ég dreg þó í efa að Framsóknarflokkurinn sé með brennandi lýðræðisþörf þjóðarinnar í huga eða þann eindregna vilja hennar að leggja niður flokkaveldið.

Þjóðin er nefnilega vöknuð og við munum ekki una öðru en Lýðræðisbyltingu.

Hegðun allra stjórnmálamanna í öllum flokkum kallar á hana. 


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Enda held ég að ef að venjulegu fólki út í bæ verði gert kleift að sitja þarna óafskipt af einhverjum flokksöflum þá komi afraksturinn fólki verulega á óvart í flokkunum...og ég minnist ekki á flokkseigendurnar sem horfa á eftir "fjárfestingum". Gott mál held ég, gott mál. Þarf að drepa þetta flokksræði...

Skaz, 29.1.2009 kl. 19:44

2 Smámynd: Hermann Óskarsson

Sammála þér Vilborg. Flokksræðið er allt of mikið og við þurfum lýðræðisbyltingu.

Hermann Óskarsson, 29.1.2009 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband