fim. 29.1.2009
Stýrivextir enn 18%
Þrátt fyrir að látið hafi verið í það skína að stýrivextir myndu lækka hratt eftir áramótin hefur það ekki gerst.
Hver svo sem ástæðan er þá er þessi staða alveg afleit.
Fyrirtæki eru að kikna undan byrðinni og þola ekki nokkra daga í viðbót hvað þá mánuð eða meira.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kvað skýrt á um það að hann blandi sér ekki í pólitík í þeim löndum sem hann aðstoðar. Nú gefur hann upp þá ástæðu að það sé ekki unnt að lækka stýrivexti vegna óvissu í stjórnmálaástandinu á Íslandi.
Auðvitað eru þessi mál öll sömul ekki auðveld viðfangs og það er afleitt að landið okkar sé komið í þá stöðu aftur að vera undir nálarauga annars ríkis eða annarra ríkja.
Við erum svona eins og krakkarnir á gæsluvöllunum!
Áður en þeim var lokað.......
Vilhjálmur: Óskiljanleg ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.