Ég undrast mjög þann fréttaflutning sem dynur á okkur nú þegar landið er að sökkva.
Karp um kosningadag, rígur um ráðherraembætti og lesbískur forsætisráðherra virðist vera aðalmálið hjá blessuðum fréttastofunum sem nota bene leitast við að endurspegla það sem er efst á baugi hjá flokkunum sem eiga í viðræðum um stjórnarmyndun.
Hver sér um upplýsingagjöf fyrir hönd þeirrar ríkisstjórnar nú sem er í burðarliðnum?
Greinilega ekki neinn fagmaður!
Svo er forsetinn af og til að senda pílur í stað þess að lúta vilja þjóðarinnar sem krafist hefur þjóðstjórnar eða utanþingsstjórnar undanfarnar vikur og mánuði.
Er okkur ekki viðbjargandi?
Nær Evrópu með Vinstri grænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta virðist alla vega vera erfitt viðureignar
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.1.2009 kl. 23:28
Mikið er ég sammála.
Fréttaflutningur þessa dagana er með þeim hætti að manni verður illt! Hvað lærir þetta fólk í sínu námi í fjölmiðlun? Enginn starfar á fréttamiðli í dag nema hafa háskólamenntun skilst mér í fréttamennsku eða hvaðþaðnúheitir..., ég furða mig á yfirborðsmennskunni og æsifréttastílnum - einsleitnin er sorglega áberandi.
Marta B Helgadóttir, 28.1.2009 kl. 23:29
Ég er sammála þetta er meira endemis bullið, allt út af blindum metnaði Ingibjargar Sólrúnar. Og manni verður flökurt af bullinu í lessunni þegar hún segist vera nær Evrópu með eina flokknum sem er 100% á móti Evrópuaðild, er kellingin á lyfjum?
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.