mið. 28.1.2009
Tími flokksgæðinga er liðinn
Ég vona að ný ríkisstjórn átti sig á því að tími flokksgæðinga er liðinn.
VG sem hafa deilt harkalega á Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu fyrir að raða sér og sínum á garðann hljóta að sjá til þess að nú verði alger uppstokkun á innviðum og klíkumyndun kerfisins.
Þeir verða að leita til erlendra aðila til að stýra Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.
Allt annað er ósannfærandi og kallar á tortryggni sem þau verða að uppræta.
Einhvern veginn hef ég grun um að hin rótgróna þörf flokkaveldisins verði eins og illgresi að þvælast fyrir við uppbygginguna.
Því fyrr sem við losnum við flokkaveldið því betra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.