Eru VG þá úti í mýri?

Er VG að leggja til að stjórnarskrá verði brotin?

Ég er í sjálfu sér ekki á móti frystingu á eigum þeirra sem settu okkur á hausinn en stjórnarskrána verður að virða.

Sömu sögu er að segja um Evrópumálin.  Það þarf að breyta stjórnarskránni svo unnt verði að kjósa um þau.

Má þá ekki breyta þessu í leiðinni.....hvar enda svo breytingarnar????

Nei ég vil utanþingsstjórn og stjórnlagaþing og nýtt lýðveldi.

Þetta flokksræði er gengið sér gersamlega til húðar! 


mbl.is Fundað um stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Stjórnvöld hafa þá grunnskyldu að verja þegna sína árásum. Þau gera það með samningum og eftirliti og þegar það bregst með hefnd. Nú er komið að því að láta auðmennina sem hafa rænt þjóðina borga. Það mun skila fé sem annars þyrfti að ná með blóðugum sparnaði í heilbrigðiskerfinu og ekki síst mun það vera víti til varnaðar fyrir aðra glæpamenn sem ætla að reyna að blóðbjólka íslenskt hagkerfi í framtíðinni.

Við stöndum að sumu leiti í svipuðum sporum og löndin sem komust undan hernámi eftir seinni heimsstyrjöldinni; Við verðum að gera upp við tíman þar sem föðurlandssvikarar stýrðu landinu og taka eitthvað af tekjum þeirra af föðurlandssvikunum fjárnámi. Þetta var hægt í Danmörku eftir stríð og þá hlýtur þetta að vera hægt á Íslandi í dag enda erum við með mjög svipaða stjórnarskrá og þeir voru með þá og dómstóla sem dæma eftir dönskum dómsvenjum.

Héðinn Björnsson, 28.1.2009 kl. 11:17

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ekkert af þessu sem þú telur upp verður gert með neinum af núverandi stjórnmálaflokkum eða án nýrrar stjórnarskrár.

Við verðum að stokka og gefa upp á nýtt.

Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 12:33

3 identicon

E r farið gjörsamlega að blöskra hvernig fólk æpir á stjórnlagaþing án þess að vita eða koma með útskyringar á því hvernig á að kjósa til þess það er ekki orð um það í stjórnarskránni hvernig á að framkvæma það .

Skulum átta okkur á því að eini aðilinn sem getur ákveðið hvernig það skuli framkvæmd er alþingi. til þess þarf að setja lög og er alþingi líklegt  til þess?

Ekki þar með sagt að eg sé andvígur því að komið verði á stjórnlagaþingi langt í frá tel það nauðsinlegt.

Hef fylgst með umræðum hinna pólitísku flokka um þetta mál aðeins 2 hafa tekið afstöðu til þess framsóknarflokkur og samfylking hef ekki heyrt múkk fra hinum.

Hef hins vegar ekki trú á bandalagi grasrótar sem hefur aðeins þetta eina mál á dagskrá og ætlar að setja hja í öllum öðrum kannski hugsanlega setja a þingi í fjögur ár hafandi bara eitt mál á dagskrá eki skoðun á öðrum það væri sóun á fjármunum.

Flest fólk hefur pólitískar skoðanir þá ætti það annað hvort að beita sér innan þeirra flokka sem falla að þeirra skoðunum og eða stofna nýja flokka um hugsjónir sínar.

Hugsum málin upp á nýtt

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:17

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hér að ofan hef ég sett frumvarpið sem tilvonandi forsætisráðherra flutti sjálf.

Ég treysti henni vel til að hrinda því í framkvæmd!

Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 13:41

5 identicon

Takk fyrir þetta Vilborg vissi raunar af þessu.

Þetta frumvarp er góðra gjalda vert og ætti við í dag með breytingum þó (kjördæmaskipan)

Er samt mjög efins um að svona frumvarp komi framm hvað þá að það verði samþykkt.

Til þess eru altof mikið valdaframsal hjá framkvæmdavaldinu til þjóðarinnar sem hugsað er með breytingum á stjórnarskránni.

Við erum þjóð í vanda , og verður gríðarlega ervitt að koma þessum breytingum framm. Eitt skulum við átta okkur á að þegar eða ef kosið verður til þannig þings fer allt eftir hverjir þangað veljast þá munu valda blokkirnar með sitt fjármagn örugglega reyna að hafa áhrif á það hverjir þangað verða kosnir svona er þetta nú einu sinni

Hins vegar hef eg ekki önnur ráð enn að fara þessa leið þó eg sé mjög efins um að hún takist  til þess ráða peningaöflin altof miklu.

Enn verum bjarsýn !

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:59

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já sammála þér Þorsteinn, en þó vð séum efins þýðir það ekki að við eigum að sitja með hendur í skauti.

Það höfum við greinilega gert allt of lengi.

Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 14:21

7 identicon

Nei , alls ekki að sytja með hendur í skauti.Ef ekki verða samþykkt lög þessa efnis nú fyrir kosningar (það yrðu þá VG sem myndu stoppa það) alla vega ef hugur fylgir máli hja framsókn og SF þá slippi þetta .

Hins vegar ef það verður ekki gert verður fólk að ganga ríkt eftir því við flokkana fyrir kosningar að þetta verði gert og fá skýr svör enn ekki himm og hó eins og oft er og kjósa þá þá flokka sem  maður heldur og getur treyst til þessara verka.

Þetta verður að gera ef alþingi og stjórnkerfið á að vinna einhvern tíma aftur trú fólks í landinu og hægt verði að byggja hér aftur manneskjulegra þjóðfélag enn verið hefur hér undanfarin ár þar sem auðhyggjan hefur verið sett ofar manngildi

Gangi okkur öllum vel

Þorsteinn Sigfússon

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:31

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já satt er það að við verðum að setja pressu á flokkana. Kannski Lýðræðishreyfing Njarðar P Njarðvík eða hugmyndir Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttur um framboð þessa efnis nái fram að ganga.

Ég styð það en tel að við verðum að sameina þær hugmyndir í einn farveg svo þær nái fram að ganga.

Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband