mið. 28.1.2009
Sagði ekki einhver "á að vekja Frankenstein"?
Ég man eftir þeirri umræðu í stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hvort ástæða væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vekja upp Frankenstein og var þá átt við Samfylkinguna.
Nú á erfiðum tímum á Íslandi þá ætti ekki að vera þetta fjandans karp um menn fram og aftur.
Þvílíkt ábyrgðarleysi.
Við viljum utanþingsstjórn fyrst það fólk sem á að bera fulla ábyrgð á málum kemur sér ekki saman um nokkurn skapaðan hlut.
Ég treysti engum.
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samfylkingin er margklofinn og ómerkilegur skoðanakannanaflokkur. Til marks um ástandið í flokknum er varaformaðurinn á leið úr flokknum eftir heiftarlegt rifrildi við Ingibjörgu Sólrúnu. Björgvin G Sigurðsson, Steinunn Valdís Tala ekki við Ingibjörgu Sólrúnu, á milli hennar og Össurar ríkir blint hatur, Dagur B. Eggertsson reyndi allt sem hann gat til að grafa undan Ingibjörgu Sólrúnu á meðan hún var í veikindaleifi.Svona er ástandið í Sundurfylkingunni í dag.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:34
Sammála
Og nú er verið að eyða dýrmætum tíma í að "semja" um allan pakkan...
Sé bara ekki annað en SF sé með sama mein og ISG
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:35
Þessir flokkar geta ekki og kunna ekki að láta málefnin ráða, þeir hafa bara eitt markmið og það er að reka einn mann úr embætti. Á meðan siglum við þjóðarskútunni nær og nær klettóttri strönd styris og vélarvana með veikan skipstjóra. .... þvílikt ástand.
Gylfi Björgvinsson, 28.1.2009 kl. 08:46
Svo segir Ingibjörg Sólrún fárveik í Morgunblaðinu í dag að hún hafi frekar viljað að Jóhanna yrði fyrsti kvenforsætisráðherrann en Þorgerður Katrín.
Þvílíkur barnaskapur.
Var skipt um element í henni þarna í Svíþjóð?
Kannski er flokkurinn (Samfylking) óviðráðanlegur eins og þið segið.....
Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 08:54
Ippa!
þetta segir mér bara enn og aftur að Samfylkingin og það sem hún gerir, snúist um fólk en ekki málefni..... já barnaskapur er rétta orðið
Gylfi Björgvinsson, 28.1.2009 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.