Sagði ekki einhver "á að vekja Frankenstein"?

Ég man eftir þeirri umræðu í stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hvort ástæða væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vekja upp Frankenstein og var þá átt við Samfylkinguna.

Nú á erfiðum tímum á Íslandi þá ætti ekki að vera þetta fjandans karp um menn fram og aftur.

Þvílíkt ábyrgðarleysi.

Við viljum utanþingsstjórn fyrst það fólk sem á að bera fulla ábyrgð á málum kemur sér ekki saman um nokkurn skapaðan hlut.

Ég treysti engum. 

 


mbl.is „Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin er margklofinn og ómerkilegur skoðanakannanaflokkur. Til marks um ástandið í flokknum er varaformaðurinn á leið úr flokknum eftir heiftarlegt rifrildi við Ingibjörgu Sólrúnu. Björgvin G Sigurðsson, Steinunn Valdís Tala ekki við Ingibjörgu Sólrúnu, á milli hennar og Össurar ríkir blint hatur, Dagur B. Eggertsson reyndi allt sem hann gat til að grafa undan Ingibjörgu Sólrúnu á meðan hún var í veikindaleifi.Svona er ástandið í Sundurfylkingunni í dag.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:34

2 identicon

Sammála

Og nú er verið að eyða dýrmætum tíma í að "semja" um allan pakkan...

Sé bara ekki annað en SF sé með sama mein og ISG

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:35

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Þessir flokkar geta ekki og kunna ekki að láta málefnin ráða, þeir hafa bara eitt markmið og það er að reka einn mann úr embætti. Á meðan siglum við  þjóðarskútunni nær  og nær  klettóttri strönd  styris og vélarvana  með  veikan skipstjóra. .... þvílikt ástand.

Gylfi Björgvinsson, 28.1.2009 kl. 08:46

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Svo segir Ingibjörg Sólrún fárveik í Morgunblaðinu í dag að hún hafi frekar viljað að Jóhanna yrði fyrsti kvenforsætisráðherrann en Þorgerður Katrín.

Þvílíkur barnaskapur.

Var skipt um element í henni þarna í Svíþjóð?

Kannski er flokkurinn (Samfylking) óviðráðanlegur eins og þið segið.....

Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 08:54

5 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Ippa!

þetta segir mér bara enn og aftur að Samfylkingin og það sem hún gerir, snúist um fólk en ekki málefni..... já  barnaskapur er rétta orðið

Gylfi Björgvinsson, 28.1.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband