Nú er nægur tími?

Sigmundur fellur greinilega vel inn í Framsóknarmynstur áranna.

Hann hefur eina skoðun í dag en skiptir svo yfir á morgun.

Hann kom fram með skýrar kröfur um aðgerðir strax m.a.s. áður en hann var kosinn formaður í Framsókn.

Nú tekur þetta tíma! 

Hann kom fram með stuðning við minnihlutastjórn Samspillingar og VG meðan Samspillingin var enn í ríkisstjórn.

Nú kemur hann fram með skilyrði.

Ég er ekki viss um að þessi stjórn verði nokkurn tíma til og ef hún verður til hvað mun hún afreka?

Sennilega getur hún þó varla gert meiri usla en orðið er! 

 

 

 

 


mbl.is Sigmundur: Viðræður taka tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Sigmundur er í pólitík og svona gera pólitíkusar. Þegar hann sagðist myndu styðja þessa flokka þá var markmiðið að fella ríkisstjórnina. Nú er því takmarki náð og þá útþynnist þetta og umræðan breytist þá og markmiðin. Núna er næsta skref hjá honum að boðað verði til kosninga og þessi nýja vinstri ríkisstjórn sitji ekki of lengi því hann þarf að komast að sem þingmaður og fá kosningar.  Hann kann þetta allt þó svo hann sé að markaðssetja sig sem "óflokksbundna manninn af götunni" sem hefur ekki komið nálægt spillingu.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 27.1.2009 kl. 22:43

2 identicon

Vissulega þarf aðgerðir strax og allir sammála um það. En það eru ekki allir sammála um hvað aðgerðir, hvernig skal grípa til þeirra o.fl. Svona innlegg líkt og þetta er neikvæð mynd af málinu og ég geri ráð fyrir að fólk vilji ekki ana að neinu í æsingi? Slíkt skapar glundroða. Vill Vilborg að Sigmundur fá einræði og ráði þessu einn? Greinilegt að Vilborg skilur ekki eðlilega framvindu stjórnmála. Vilborg segist skrifa góðar fréttir og ég hvet hana að halda sig við það í stað þess að naga skó þeirra sem stíga fram og eru tilbúnir að axla ábyrgð á því gífurlega mikla verkefni sem framundan er.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Pólitíkin er vond "tík" ef menn haga sér eins og Sigmundur á þessum viðkvæmu tímum.

Ég sé ekki mikla ábyrgð fólgna í því að stíga fram með gulrót og fella ríkisstjórn, þykjast ætla að veita henni stuðning og halda sig svo vera í samningsaðstöðu?

Sigmundur er ekki að hugsa um að hlutirnir gerist hratt ef hann er að "þvælast fyrir á Strandstað".

Segi hann að Framsókn ætli að verja ríkisstjórn falli verður bara að reyna á það í þinginu, þar sem hann er EKKI.....ennþá.

Hvað varðar framvindu stjórnmála finnst mér að nú eigi að rjúfa þing, hætta þessari vitleysu og stofna utanþingsstjórn.

Þau eru að eyða dýrmætum tíma í STJÓRNARMYNDUN.

Pólitíkusarnir ráða greinilega ekki við þetta meðan þeir eru í kosningabaráttu.

Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 00:09

4 identicon

Sammála Vilborgu.... Því er ekki að neita að allt er í steik á þessu landi en pólitíkusar eru pólitíkusar..... Steingrímur J og allir hinir hafa farið hamförum s.l. mánuði að EKKERT hafi verið unnið í að koma landinu á flot EKKERT hafi verið gert til að hanka landráðs mennina sem unnu ekkert nema landráð með því að ræna landið og að aðgerðir eigi að hefjast ekki seinna en í gær.... Ég tók sérstaklega eftir því í morgun að hann sjálfur Steingrímur sagði: Þetta tekur nú allt meir tíma........Er það af því hann er við völlinn núna ? Og ef þetta er rétt með kompás þáttinn og Kaupþing mennina ( sem voru látinr fjúka vegna ólafur vor forseti vildi að fjölmiðlar yrðu í eigu eins manns þ.e. vinar hans og erkióvin Davíðs nú hver annar en Jón Ásgeir hann flaug nú með honum í þotunum út um allan heim. Jón Ásgeir er búin að eiga fjölmiðla svona eins og Berlusconi á Ítalíu og hefur lofað allt sem hann er að gera og ritskoðað annað er þetta frjálst land... Kompás ætlaði að segja frá 280 milljarða stuldi en þetta var ritskoðað og þeir reknir. Ég vona að Steingrímur og hans menn láti þetta verða rannsakað bara sem lögreglu mál, mennirnir yfirheyrðir og gengið verði beint í þetta ekki eyða tíma íkjaftæði þið kjafið allt of mikið. Held að enginn af þessum vinstri hafi þá yfirvegun sem þarf að hafa þeir eiga bara eftir að eyða tíma í vitleysu með rifrildum, stjórnskipunum en aðgerðir engar. EN vonandi bara Stendur hann Steini litli við þessi stóru orð sín að aðgerðir áttu að gerast strax þannig nú getur þú byrjað negla þessa landráðsmenn. Hmm Hmm svo eru ansi margir tengdir innbyrðis í þessarri þjóð... Guðrún Helgadóttir tendamamma Bjarna hjá gamla Glitni ætli það megi þá snerta og rannsaka hans mál ? Nú ég vona að hann þekki ekki einhvern sem þekkir einhvern sem er tengdur einhverri tengdafjölskyldu hans svo hann fær að sleppa..  Þið vinstri menn hafið haft 4 mánuði til að hugsa hvernig þið viljið gera þetta á ykkar veg og lets go for it.....Sjáum hvað þið getið ég verð glöð ef þið hankið e-h af þessum krimmum þó að þið þekkið þá , vona að Jón Ásgeir sé ekki búinn að múta ykkur á þetta ekki að verða rannsóknarlögreglumál ? Væri fínt ef þið næðuð einhverjum miljörðum til baka svo börnin lendi ekki í að borga. BARA byrja strax ekki fara að afsaka ykkur að þið þurfið tíma..þið hafið haft 4 mánuði t.a. hugsa eitthvað hvernig ÆTTI nú að standa að þessu en lítið varð um svör hjá Steingrími þegar hann var spurður af því hvað hann myndi gera... skila láninu...Reiðin í þjóðinni hlýtur að verða meiri ef þið gerið ekkert sem þið hafið verið að saka hina um að hafa ekki gert............Þá kallar maður það hræsni pólitíkusar...

eva sigríður (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:54

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það eru Allir vanhæfir í þessi mál á Íslandi.

Ingibjörg Sólrún er "Baugsmanneskja" fram í fingurgóma og svo mætti lengi telja.

Það fyndna er að forseti vor heldur að hann ráði einhverju og er á fulli í pólitík.

Barrak Ó. Grímsson!

Ef hann er ekki vanhæfur þá veit ég ekki hvað?

Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband