þri. 27.1.2009
Hver tekur við af Herði Torfa?
Nú blasir við að stjórn "þóknanleg" Herði Torfasyni tekur við völdum.
Hver mun taka við að skipuleggja laugardagsmótmælin þegar þessi stjórn verður komin á laggirnar?
Vinstri Grænir þingmenn gengu um meðal mótmælenda þriðjudaginn 20. janúar og hvöttu þá áfram.
Hver mun hvetja okkur áfram sem stóðum þar í nafnu lýðræðis og uppstokkurnnar á flokksveldinu? Við munum standa áfram þar til nýtt lýðveldi hefur verið reist?
Sem aldrei fyrr.
Hver mun taka við keflinu af Herði Torfasyni ef hann hættir nú?
Boðuð á fund forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Held að það sé nokkuð ljóst að VG hafi gert alveg hressilega í brækurnar með þessu "múvi". Þeir skulu ekki eiga von á 30% fylgi í kosningunum.
Heyrði í viðtali við Katrínu Jakobsdóttur í morgun að:
Þetta væri stuttur tími sem væri til stefnu (100 dagar og nýbúin að bölva því hvað núverandi ríkisstjórn hefur lítið gert á 100 dögum)
Hún sagði lítið svigrúm (semsagt, hún getur lítið gert til að lækka útgjöld, lækka vexti, lækka skatta, etc.)
Hún sagðist ætla að "ræða við IMF um 18% stýrivextina", (m.ö.o. hún veit að það er ekki hægt að hreyfa við þeim varðandi þetta skilyrði)
Og flokksformaðurinn sagði svo til að toppa vitleysuna þegar hann var spurður um hvort reka ætti Seðlabankastjóra, að megináherslan væri á að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. (m.ö.o. hann ætlar ekki heldur að hreinsa til þar né beita sér fyrir því).
Halda VG menn að þeir séu að svara kröfum mótmælenda með svona vinnubrögðum og var krafa þeirra að Samfylking væri áfram í ríkisstjórn?
NEI!
Ég vænti þess að menn haldi áfram mótmælum þar til þessir aðilar láta sig hverfa og komið verður á þjóðstjórn með réttu.
Ekki nema þá að VG hafi allan tímann verið að falast eftir stólunum... getur það verið?
Oddgeir (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:57
Tekur ekki bara HHG við mótmælunum :)
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:34
Mótmælum að sjálfsögðu stjórn Seðlabankanns. Hún er ekki farin enn. Síðan er eflaust rétt að halda áfram að mæta á laugardögum til baráttufunda um breytt ísland og nýja stjórnskipan. Virkja þann kraft og eldmóð sem með þjóðinni býr.
Magnús H Traustason, 27.1.2009 kl. 12:43
Og mótmæla flokksræðinu!
Vilborg Traustadóttir, 27.1.2009 kl. 16:24
Eru femínistar ekki að undirbúa framboð kvennalista? Þær taka kannski við keflinu af Herði Torfasyni og mótmæla flokksræðinu og væntanlegri vinstri stjórn!
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 27.1.2009 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.