fös. 23.1.2009
Ósk um góðan bata
Ég óska Geir H. Haarde góðs bata og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur einnig.
Það er ekkert lítið sem þau eru að takast á við.
Ég tel að það sem þau ættu að gera nú og reyndar allur þingheimur væri að sameinast um lausnir í stað sundrungar.
Það er komið alveg nóg af flokkadráttum og pólitískum glundroða.
Nú reynir á stjórnarandstöðuna að leggja lið og mynda þjóðstjórn með stjórninni.
Utanþingsstjórn er líka ein leið en úr því það er búið að boða til kosninga í vor geri ég þá kröfu á þingheim að slíðra sverðin og láta hendur standa fram úr ermum í einni þjóðstjórn.
Mér fannst Guðjón A. tala á þessum nótum í kvöldfréttum.
Steingrímur J. upp með reiknivélina!
Reiknaðu okkur nú út úr þessu klúðri öllu saman.
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.