Ekki stjórnarslit strax

Við verðum að gera á lágmarkskröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð og að boðað verði til kosninga í ár.

Þjóðstjórn eða utanþingsstjórn taki við svo að sem mestur friður myndist um störf ríkisstjórnarinnar.

Ég segi fyrir mína parta að ég uni ekki einhverju hliðarspori hjá Samfylkingunni á þessum tímapunkti.

Samfylkingin getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð sem hún tók m.a. með viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra í stjórn s.l. eitt og hálft ár.

Það væri ekki trúverðug stjórn með Samfylkingu og Vinstri Grænum í skjóli Framsóknar.

Nei þjóðstjórn eða utanþingsstjórn.

Punktur! 

 


mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Arnarson

Aldrei þessu vant, er ég nokkuð sammála þér frænka.  Eins og ég myndi vilja vinstri stjórn, tel ég rétt að hún hafi skýrt umboð eftir kosningar.  Utanþingsstjórn er það sem ég hallast að.

Örn Arnarson, 22.1.2009 kl. 19:49

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Utanþingstjórn, takk. Sammála ykkur !

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.1.2009 kl. 20:12

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Stjórn í þrjá mánuði gerir ekki mikið, Geir H. Harrde er uppvís að of mikilli linkind er varðar að takast á í samningum við Evrópubandalagið um Ice Save og að láta menn ekki sæta ábyrgð.

Ég vil Jón Baldvin í Evrópu og utanríkismálin strax.

Það ætti að kalla nokkuð marga fagaðila að borðinu sem fyrst og vinna þetta hratt og örugglega en ekki hikandi eins og Geir gerir.

Vilborg Traustadóttir, 22.1.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband