Athugasemd sem kom fyrir nokkru á kerfið hjá mér og sýnir hvernig fólk hugsar. Ég varð hissa því Kristín er algjör ungamamma sem vill ekki sjá á eftir börnunum langt frá hreiðrinu.


Smámynd: Kristín Sigurjónsdóttir

 

"Sæl vinkona.

Ja það er ótrúlegra en tárum taki að fara ofan í saumana á þessari svívirðilegu nauðgun sem þjóðin er beitt.

Ég var að lesa frétt þar sem flugmiðar flugu út eins og heitar lummur á tilboðsverði og ónefndur starfsmaður flugfélagsins sagði að nú væru allir að ferðast í útlöndin....en það er ekki rétt.

Sonur minn fjárferfesti í miðum AÐRA LEIÐINNA MEÐ KONU OG TVÖ BÖRN og kemur ekki aftur heim næstu árin.

Ég ætla að styðja hina þrjá til að leita lífsviðurværis erlendis, ég get ekki hugsað mér að þetta yndislega unga fólk taki þátt í að borga undir rassgatið á þessum drullusokkum...já ég er reið.

Umhverfið hefur ekkert lagast, ég mæli með að einstaklingar og fyrirtæki taki upp HENTIFÁNASTEFNU, meira að segja bankarnir kenna það að borga ekki reikninga ef lánadrottnarnir eru ekki í sama banka.

Svo var maðurinn minn að fá sektarmiða vegna þess að hann fór heilum ÞREMUR KÍLÓMETRUM FRAM YFIR LEYFINLEGAN HÁMARKSHRAÐA í Hvalfjarðargöngum, SVO FÁ ÞESSIR BÖLVUÐU GLÆPAMENN AÐ KOMAST UPP MEÐ AÐ GERA BÖRNIN MÍN AÐ ÖREIGUM ÁÐUR EN ÞAU FARA AÐ STANDA Á EIGIN FÓTUM.

Kær kveðja til ykkar allra.

Þín elsta og besta vinkona

Kristín Sigurjóns"

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Elsku Kristín, alveg nóg sem þú hefur að hugsa um í dag. Sendi þér knús og kram og ég hugsa oft til þín. Takk Vilborg fyrir að byrta þetta bréf.

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.1.2009 kl. 18:27

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

birta...hmmm

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.1.2009 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband