Lifi flauelsbyltingin a la Úkraína

Við lifum á spennandi tímum.  

Það fór þó aldrei svo að við vöknuðum ekki!

Ég bankaði á glugga Alþingis í dag og kallaði "Vakna!" (líkt og ég gerði þegar ég vakti syni mína og líkt og þegar ég vek sonarsyni mína í dag.)  

Í því kom frænka mín (ein af 200 lögreglumönnum) , ég veit ekki hvort hún sá mig banka en ég var alltént ekki handtekin.

Svona er klíkuskapurinn!  (Jók).

Ég er þó eiginlega ekki í skapi fyrir grín því dagurinn var mjög mikið öðruvísi og meiri alvara á bak við mótmælin sem fóru að mínu mati friðsamlega fram.

Þarna ægði saman fólki úr öllum stéttum, á öllum aldri.  Fólki eins og mér sem er nóg boðið.

Við viljum eitthvað annað en "fock you" merki frá ríkisstjórn og Alþingi.

Við viljum að þeir menn sem ábyrgð bera axli hana og segi af sér!

Hvers vegna er svo erfitt fyrir þau að skilja það?

 

 

 

 


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Flauelið er mjúkt Vilborg, vonum að það verði þá mýkt í þessari byltingu

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.1.2009 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband