Lifi byltingin-flauelsbyltingin

Ég spái því að nú verði breytingar.

Mér er misboðið að enginn skuli hafa axlað ábyrgð.

Nema kosningastjóri Framsóknarflokksins á flokksþingi þeirra! 


mbl.is Enn fjölgar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki að taka ábyrgð á núverandi ástandi þó einhver kosningastjóri segi af sér fyrir afglöp í starfi, þetta kemur efnahagshruni þjóðarinnar ekkert við, það hefði hins vegar verið öðruvísi ef Valgerður Sverris og og Birki Jón hefðu sagt af sér vegna þess að þau voru bæði í ríkisstjórninni sem einakavinavæddi bankana til glæpamanna. Það er ekki nóg að famsókn hafi skipt út formanni og varaformanni því það á eftir að biðja þjóðina afsökunar fyrir allt hitt sem þessi spillingarflokkur ber ábyrgð á.

Valsól (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er nú bara að benda á fáránleikann í þessu öllu. Kosningastjóri á flokksþingi segir af sér fyrir að víxla tölum í formannskjöri en forsætisráðherra þjóðarinnar situr sem fastast með sína hirð þrárr fyrir að hafa sett landið á hausinn!

Vilborg Traustadóttir, 20.1.2009 kl. 23:28

3 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Held að það sé rétt hjá þér frænka, það er eitthvað öðruvísi í dag en það var í gær.

Var reyndar að blogga um að mér hefur fundist janúar öðruvísi en hinir mánuðirnir, en dagurinn í dag var skrýtinn.

Ef þú rekst á hana Thelmu mína á Austurvelli líturðu til með henni fyrir mig........

Magnús Þór Jónsson, 20.1.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já, ég var að segja við manninn minn (Geir) að ef ég væri ung (um tvítugt eða svo) þá hefði ég verið handtekin pottþétt í dag. Ég var reið, full réttlætiskenndar og lét að mér kveða.

Kem boðunum áleiðis til vina og vandamanna með hana Thelmu litlu, sem er reyndar ekki svo lítil lengur!

Stemningin þarna í dag var ótrúleg.

Knús vestur.

Vilborg Traustadóttir, 20.1.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband