Friðsöm mótmæli

Þessi mótmæli voru hávaðasöm en friðsæl.

Við sem ekki vorum með slagverk eða bjöllur og flautur með okkur sungum.  Ég raulaði "Fram fram fylking, forðum okkur háska frá því ræningjar oss vilja ráðast á"  nokkrir nærstaddir sem heyrðu tóku undir.

Við sungum þetta nokkrum sinnum og fáein önnur lög en það kaffærðist alveg í öðrum hávaða.

Við héldum okkur að mestu framan við Alþingishúsið en piparúða var beitt í Alþingisgarðinum að mér skilst af litlu sem engu tilefni.  Fólkið var að hörfa frá með hendur upp yfir höfðuð þegar úðanum var beitt.

Við gengum hring í kring um húsið og þar sem við stóðum þétt upp við húsið kom lögreglan og bægði okkur frá.  Þar var m.a. á ferð frænka mín sem er í lögreglunni og við hlýddum auðvitað enda vorum við á leið í bílinn þegar þetta var.

Hittingur að af um 200 lögreglumönnum sem voru á svæðinu kom einmitt hún þangað sem við vorum en fólk umkringdi alþingishúsið.

Hvað um það alltaf gaman að hitta ættingja! 

' 

 


mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gott að þið sluppuð klakklaust frá mótmælunum og ég skil að það hafi verið gaman að hitta frænku

Hulda Margrét Traustadóttir, 20.1.2009 kl. 19:54

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Einmitt.

Vilborg Traustadóttir, 20.1.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband