Ljós í myrkri? Við erum á hvínandi kúpunni!

Kannski er þetta örlítil ljósglæta í myrkrinu?

Við erum á hvínandi kúpunni og eigum ekki möguleika á að vinna okkur út úr skuldunum að mati Haraldar Haraldssonar hagfræðings eins og fram kom í hádegisfréttum útvarpsins.

Ég er sammála honum.  

Efnahagskerfið er hrunið yfir okkur, sjávarútvegurinn skuldsettur upp fyrir topp og virðist hafa beitt sömu formúlum og bankarnir og atvinnulífið gerðu.  Loftbóluaðferðinni.

Þetta kom fram í Silfri Egils í gær.

Við verðum að fá nýtt fólk að stjórnarborðinu og það þarf að gefa upp á nýtt.

Með nýtt fólk á ég við bland af reynslumeira fólki sem hefur ekki tekið þátt í þessum hrunadansi og vel menntuðum einstaklingum sem eiga möguleika á að setja sig inn í málin fljótt og vel og hafa döngun í sér til að taka á málum.

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjórar og forsvarsmenn Fjármálaeftirlitsins segi af sér strax.  Eins og kom fram í Silfri Egils að ef við eigum við ekki að persónugera vandann eins og sumir segja á sama tíma og þeir sjálfir eru að persónugera lausnina í sjálfum sér!

Boðað verði til lýðræðislegra kosninga í kjölfar afsagnanna en einhvers konar fagstjórn (neyðarstjórn) taki við þar til kosningar hafi farið fram.

Stofnun nýs lýðveldis verður að koma til. 

Það þarf að gefa upp á nýtt! 

 

 


mbl.is Ísland eitt það heitasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Auðvitað var komin tími á að ferðafólk gæri ferðast um landið en það er slæmt fyrir landann að geta ekki lengur lifað sínu lífi hér. Hverjir verða þá eftir til að þjónusta ferðamanninn ? En að sjálfsögðu rennur vatnið áfram í fossunum hvenig sem fer.

Hulda Margrét Traustadóttir, 19.1.2009 kl. 14:49

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

gæti ferðast

Hulda Margrét Traustadóttir, 19.1.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband