sun. 18.1.2009
Reykurinn sest?
Geir H. Haarde segir í fyrirsögn drottningarviðtals sem ég nennti ekki að lesa í Morgunblaðinu í dag að hann muni öðlast yfirsýn þegar reykurinn sest!
Ég segi við Geir H. Haarde ef hann vill að það verði tekið mark á Íslandi á alþjóðavettvangi framvegis þá á hann að segja af sér ásamt Seðlabankastjórum, forstjóra Fjármálaeftirlits og Stjórnarformanns þar og þeim ráðherrum sem málið heyrir undir á einhvern hátt.
Það er greinilega alger "pattstaða" í málinu þar sem Jón Sigurðsson er Ingibjargar maður og Davíð Oddsson Geirs maður o.s.frv.
Við erum þokkalega orðin að athlægi Íslendingar góðir.
Það mun enginn heilvita maður taka mark á okkur næstu mannsaldrana.
Við verðum að bera þetta fólk út og hreinsa til sjálf.
Það er greinilegt!
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér Vilborg, burt með þetta lið, og svo er það nýjasti brandarinn " Nýrrrrrr Framsóknarflokkur" og það byrjar ekki vel geta ekki lagt saman 2. og 2. Ætli verði stofnaður nýrrrr Sjálfstæðisflokkur á flokksþinginu eftir viku ?????
Sigurveig Eysteins, 19.1.2009 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.