sun. 18.1.2009
Fallegur dagur
Það er fallegur dagur í dag. Bjart yfir, sólin skín en það er kalt.
Hjá ömmu og afa gistu þrír af fjórum mögulegum í nótt. Við söknuðum þess fjórða.
Morguninn hefur farið í vélaviðgerðir hjá húsbóndanum. Sjónvarpsgláp, tölvuleiki, Lúdó og aðra leiki hjá drengjunum.
Amman greip í bókina "Í sól og skugga" eftir Bryndísi Schram. Ég á bara einn kafla eftir og er að treina mér bókina. Mér finnst bókin svo góð og Bryndís segir skemmtilega frá því sem hún og Jón Baldvin hafa upplifað.
Í bókinni kemur fram að þau eru boðin og búin til að hjálpa til í því ófremdarástandi sem skapast hefur á Íslandi.
Við eigum að þiggja það! Við höfum ekki efni á að hafna reynslu og þekkingu sem er okkur nauðsynlegt til að ná aftur inn í framtíðina sem virðist ansi óljós í augnablikinu svo ekki sé meira sagt.
Í dag ætlum við að fara eitthvað út í góða veðrið með sonarsyni okkar sem eru sprækir og hressir eins og strákar eiga að vera en samt ótrúlega góðir og tillitssamir á allan hátt.
Nú heyri ég í dísil bílnum hans afa drengirnir ætla að fela sig bak við stól og ég ætla að segja afa að þeir séu farnir.
Það er leikur sem allir taka þátt í af heilum hug.
Líka afi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.