Kreppa I, kreppa II o.s.frv.

Það er gott að Geir er meðvitaður um hættuna sem við erum í.

Það er slæmt að hann kennir öðrum um allt.

Það er áhyggjuefni að við getum ekkert gert til að breyta ástandinu því ekki virðist ríkisstjórnin, Seðlabankinn eða Fjármálaeftirlitið vera að gera mikið og það sem þau gera eru mistök á mistök ofan.

Það er afleitt að það er engin framtíðarsýn hjá forsætisráðherra. 

Það er lag að stofna nýtt lýðveldi og setja menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson í brúna.  Ásamt öðru öflugu fólki í breiðfylkingu sem er að myndast hjá þjóðinni.

Í þjóðarsálinni kraumar krafa um réttlæti og aðgerðir.

Þjóðin verður að framfylgja því sjálf því kjörnir fulltrúar hafa brugðist henni. 

 

 

 

 


mbl.is Kreppan getur dýpkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Við eigum að byrja á að koma öllu gamla liðinu frá, síðan að koma á þjóðstjórn, breyta stjórnaskrá, breyta kosningarlögum, og stofna nýtt lýðveldi,  þjóðstjórn á aðeins að vera skipuð fólki með viðeigandi menntun og mikla reynslu, miðað við það ráðuneyti sem það færi í, ekki eins og það er núna dýralæknir í fjármálaráðuneyti eða eldisfræðing í iðnaðarráðuneyti, í þessari þjóðstjórn á ekki að vera fólk sem er í stjórnmálaflokkum, við eigum að kalla alla okkar færustu sérfræðinga  til starfa í þessari þjóðstjórn,  þetta með Jón Baldvin.... þá er ég  hræðilega ósammála, í fyrsta, þá er hann orðin allt of gamall, hans tími er búin, og í öðru lagi þá eigum við að taka nýtt fólk inn á þing og stjórn, sem hefur mikla menntun og hefur getu til að takast á við kreppuna, þetta á ekki að vera vinsældarkeppni eða fegurðarsamkeppni (ekki það að Jón sé fríður) eða einhver sem getur kjaftað sig inn á þing, það eru venjulega bara kjaftaskar sem koma engu í verk, eða hafa getu eða þekkingu til að koma einhverju í verk, við þurfum fólk sem hægt er að treysta og  lætur verkin tala. Og hana nú....

Sigurveig Eysteins, 14.1.2009 kl. 04:10

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála þér en þó greinir okkur á um Jón Baldvin. Ég er fyrst og fremst að hugsa um reynslu hans og hve skeleggur hann er í öllum sínum orðum og gjörðum.

Hann hefur einnig gott orðspor erlendis og ekki veitir okkur af því að rétta úr kútnum á þeim vettvangi.

Hann á lika greinda konu sem er glæsilegur fulltrúi okkar hvar sem er.

Aldur er afstæður en reynslan talar.

Vilborg Traustadóttir, 14.1.2009 kl. 15:40

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sammála þessu með aldurinn. Ég hefði nú haldið að allir ungu upparnir ættu að heita vel menntaðir - það gleymist gjarnan að reynslan er mjög mikils virði. Margir þessara ungu manna mættu í bankana með nefið uppí loftið og töluðu varla við hinn almenna starfsmann og vissu lítið um hvað þetta starfsfólk var að vinna við. Ég varð vör við þetta þegar ég vann í banka, sem betur fer voru undantekningar á þessu.

Æskudýrkunin ætti að líða undir lok, blanda hópana sem mest og þá verður til góður koteill ! Þetta er eitt af því sem þarf að breyta.

Hulda Margrét Traustadóttir, 14.1.2009 kl. 17:42

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Og Jón Baldvin er ekki slæmur kostur - með afar mikla reynslu og vel gefin maður.

Hulda Margrét Traustadóttir, 14.1.2009 kl. 17:43

5 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég er hrædd um að Hulda hafi ekki lesið það sem ég skrifaði.

Ég nefni hvergi ungt fólk heldur nýtt fólk.

Ég tala um að það verði að fá fólk með reynslu.

Ég veit ekkert hræðilegra en þegar fólki er hent út af vinnumarkaði, bara af því að það er búið að ná ákveðnum aldri (50. ára til 70. ára) burt séð frá reynslu, því að það þarf að koma einhverjum pabbastrákunum inn.

En þetta með Jón Baldvin..... hann er komin á áttræðisaldur. Hann var ágætur fyrir 10-20 árum, við eigum endalaust hæfan mannauð til að taka við sem eru með mikla reynslu sem eru á aldrinum 50. til 70.  

Sigurveig Eysteins, 15.1.2009 kl. 00:22

6 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Gleymdi: Hulda ég er eitt af þessu fólki sem var að skríða yfir 50. árin og hef mikla reynslu og menntun, enn þegar ég sæki um vinnu þá eru alltaf ungt fólk tekið fram fyrir mig með enga reynslu og með miklu minni menntun en ég. Svo ég veit hvernig það er að vera hafnað vegna aldurs.

Sigurveig Eysteins, 15.1.2009 kl. 00:32

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við erum þá sammála um meginatriðin og getum bara verið sammála um að vera ósammála um Jón Balldvin! ;-)

Vilborg Traustadóttir, 15.1.2009 kl. 00:55

8 Smámynd: Sigurveig Eysteins

    

Sigurveig Eysteins, 15.1.2009 kl. 01:02

9 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sigurveig, ég var ekki að vitna í þín skrif sem ég las eða mótmæla því sem þú skrifar heldur segja mína skoðun á málinu. En uppúr stendur, reynsla, menntun og blanda af yngri og eldri tel ég vera til bóta.  Okkar kynslóð var kennt að bera virðingu fyrir okkur eldra fólki og hlusta á það. Það er skítt að vera afskrifaður af vinnumarkaði milli fimmtugs og sextugs  En vera fullur af starfsorku !

Hulda Margrét Traustadóttir, 15.1.2009 kl. 06:51

10 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Hulda.... sammála

Sigurveig Eysteins, 15.1.2009 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband