Góð mæting

Það var góð mæting á Austurvelli í dag.

Ég hef ekki fengið tölur yfir mætingu en reyndir fuglatalningamenn telja þó að vel yfir 5000 manns hafi sótt fundinn.  

Jafnvel eitthvað milli 7000 og 8000 manns þegar á heildina er litið en alltaf er eitthvað um að menn komi og fari meðan á fundi stendur.

Það verður forvitnilegt að heyra tölur lögreglu yfir fjölda og hvort þeim ber saman við fuglatalningamennina. Wink 

 

 


mbl.is Fjórtándi fundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sæll... þarna voru kannski 3000 manns (og þá er ég bjartsýnn).  Ég var þarna að þessu sinni í eigin persónu og var verulega fyrir vonbrigðum með mætinguna m.v. hvað það var gott veður.  Ég hef oft heyrt menn tala um að lögreglan ýki um fjölda en þetta er einum og bjartsýnt.

Funi (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 16:49

2 identicon

Ef við miðum við talningu fundarstjóra sem þóttist sjá með einhverju móti þúsundir manna á síðasta fundi þá hafa liklega verið u.þ.b. 14.000 til 18.000 manns á þessum fundi því ég gat ekki betur séð að hann hafi verið aðeins fjölmennari en sá síðasti.  En ef ég ætti að giska á fjöldann, þá myndi ég skjóta á 1.500 til 1.700 manns í mesta lagi.  Það verður þó að teljast ólíklegt að fundarstjóri sé sammála þeirri talningu.

Spurning hvaða aðferðafræði hann notar við talninguna, ég veit vissulega að það er kirkjugaður í grendinni en ég efa að þaðan komi fjölmennt lið, eða hvað?

OG (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Heidi Strand

Ég þakka ykkur sem mættu á fundinn. Ég komst ekki í fyrsta sinn vegna veikinda.
Það er gott að það var vel mætt, en fjöldi fundargesta eru ekki aðalmálið heldur málefni fundarins og hvað er mótmælt.
Baráttukveðjur!


Burt með spillinguna!!!

Heidi Strand, 10.1.2009 kl. 17:02

4 identicon

OG, sammála þér.  Þessar 3.000 var bjartsýnistalning, þorði ekki einu sinni að stinga upp á þeim 1.500 - 2.000 sem ég hélt að þarna hefðu verið.

En fundurinn var ágætur, en tilbreytingalaus að vanda.  Það verður einhver annar að taka við þessum fundum ef það á að ná sama krafti og fyrst var.  Hörður Torfa virðist bara sækja fólk í vinstri vænginn, ætti heldur að sækja fólk sem kusu þessa flokka og hafa gefist upp, einhverja sem segja eitthvað nýtt.

Funi (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 17:10

5 Smámynd: Hlédís

Skyldi koma í ljós hér sem annarstaðar  í blogginu, að "OG" og "FUNI" sem eru með skæting og þessa venjulegu deilingu í fjölda fundarmanna hér að ofan, hafi sömu IP-tölu?

IP-tölur!    Þetta er orðið ÞREYTT hjá ykkur, en sýnir miklar áhyggjur af vaxandi krafti réttlætiskröfu-aðgerða!  Er ykkur borgað fyrir bullið?

Hlédís, 10.1.2009 kl. 20:32

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Vanir fuglatalningamenn hafa staðfest töluna 5000 við mig.

Vilborg Traustadóttir, 11.1.2009 kl. 00:10

7 identicon

Það þarf einhver að taka að sér að uppræta lygarnar um fjölda þáttakanda á mótmælum. Ég held að sú tala sem fuglatalningarmenn séu akkurat réttustu tölurnar. Þeir þekkja tæknina hvernig á að telja fjöldann.

Ég legg til að einhver taki loftmynd af mótmælum og setji í starfrænt form. Þá er hægt að telja nákvæmlega mótmælendur og um leið gera lítið úr lygum lögreglunnar í sinni talningu. (hvernig telja þeir ?) Það er kerfisbundið reynt að gera lítið úr mótmælum. Bæði af Stjórnmálamönnum, Lögreglu og meira seigja Fréttamönnum !

Það er létt að fá rétta tölu með stafrænni talningu. Einhver sem kann þá tækni og hefur aðstöðu til að upplýsa fólk um réttann fjölda ? Ef svo er þá skal ég borga þeim hinum sama fyrir myndatökuna og talninguna.

Már. (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 02:35

8 identicon

Funi og OG eru einn og sami áróðursmaðurinn. Það er ljóst og rétt hjá þér Hlé-Guðm.

Fólk þarf að átta sig á því að þar er markvist unnið að því að brjóta niður mótmæli. Það eru ansi margir að kasta steinum til að láta mótmæli líta illa út. Enda þekkt aðferð út í heimi til að sverta mótmæli. Þannig missa þau kraft sinn því almenningur snýst gegn mótmælunum í stað sökudólganna.

Már. (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 02:49

9 identicon

Kæra Hlé-Guðm, ég get staðfest að OG og Funi er ekki einn og sami aðilinn.  Það er alveg ótrúlegt ef maður er ekki sammála þeim hópi fólks sem safnast saman til þess að mótmæla þá er maður á rangri skoðun, tilheyrir einhverju samsæri eða er einugis að skrifa níð um einhvern. Mín skoðun er ekkert verri en þín, mín skoðun er ekkert réttari en þín og mín skoðun er heldur ekkert rangari en þín.  Við getum þó verið sammála um eitt og það er að við erum síður en svo sammála.

Ég er alveg sammála þeirri gagnrýni sem komið hefur hér fram á Hörð Torfa, skyldu hann ná í 7 ára barn næst af vinstri vægnum nú eða 9 ára barn af hægri vængnum?

Þetta eru afar einslit mótmæli og eftir því sem ég hef heyrt fer ekkert inná sviðið nema Hörður sjálfur sé búinn að gefa grænt ljós á það - ótrúleg ritskoðun það!

OG (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 03:25

10 identicon

Kæri OG.

OG hvernig ætlar þú að "staðfesta að OG og Funi er ekki einn og sami aðilinn ef sama IP talan er á bakvið skrifinn ? Ég er viss um að þú færð gefins Tölvu í Valhöll fyrir vinnunna.

Þetta eru svo típísk orð (staðfesta) úr munni þeirra sem hafa verið við völd. Sem svo standast ekki raunveruleikann né skoðun. Orðagljáfur.

Af hverju ertu að hafa fyrir því að mótmæla mótmælendum þegar raunverulegi vandinn eru stjórnvöld ? Allir heimurinn sér það nema þú og þínir fækkandi vinir í flokknum.

Þetta tal þitt um börninn eru þér til minkunar. Samt varst orðinn ansi smár fyrir. Í raun er það merki um litlar gáfur hjá fólki að svara svona skítaskrifum eins og þínum. Ég játa á mig þá heimsku.

Sveinbjörn Jónsson. (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 04:49

11 identicon

Merkilegt hve lágt þú ert tilbúinn að leggjast Sveinbjörn, ef við erum ekki sömu skoðunar þá ertu reiðubúinn að gera lítið úr öðru fólki, þú dæmir þig sjálfur!

Ég get ekki staðfest það á neinn hátt að ég sé ekki Funi nema á þann hátt að segja að við séum ekki einn og sami aðilinn, satt best að segja er mér eiginlega hjartanlega sama hvort þú trúir því eða ekki - ég veit hvað rétt er.   Rannsókn á IP tölum getur vissulega skorið úr því, en ég er einfaldlega ekki svo tölvuvanur að ég hreinlega kunni það, en ef þú kannt það þá endilega skoðaðu málið.  Þegar þú kemst svo að því að við erum ekki einn og hinn sami þá kannski gefur þú út yfirlýsingu þess efnis (þrátt fyrir að ég stór efist um að þú myndir gera það, því það hentar þér ekki).

Ég var ekki að dæma barnið, ég var að dæma fundarstjórann - fannst þetta ósmekklegt og finnst það enn ósmekklegt.  En vissulega reyna menn allt til þess að fanga athyglina - það skil ég.

Ég get einnig staðfest að Valhöll greiðir hvorki fyrir mig tölvu, síma, adsl tengingu né nokkuð annað hvorki nú né áður og mun líklega aldrei verða.

OG (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 15:22

12 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Eitt er víst að mótmælendum á eftir að fjölga verulega á næstu vikum.

Hörður Torfason heldur vel urtan um þetta og þau okkar sem hafa áhuga á að tjá sig geta auðveldlega sett sig í samband við hnn.

Það er fínt að einhver nenni að sinna þessu.

Vilborg Traustadóttir, 11.1.2009 kl. 19:54

13 Smámynd: Hlédís

OG-IP-tala! Mér er sama hvort þú skrifar undir 1, 2 eða 10 nöfnum!  Þú ert bara IP-tala.

Hlédís, 12.1.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband