Þjóðvegurinn til Eyja

Þá er verið að skoða með kaup á "þjóðveginum" til Eyja og það vekur athygli að það er Vestmannaeyjabær sem það gerir en ekki samgönguráðuneytið.

Það virðist ríkja mikill misskilningur á hlutverki ríkisins þegar kemur að því að tengja Eyjar við hringveginn.

Eyjamenn borga bara brúsann.  

Ég veit ekki hvað farmiðinn kostar núna með Herjólfi en það er örugglega upphæð sem munar um?  Svo þarf að borga undir bílinn.

Hvað myndu Reykvíkingar t.d. segja ef þeir þyrftu að borga álíka ferjugjald í hvert skipti sem þeir þyrftu að mæta  til lækna og sérfræðinga eins og Eyjamenn þurfa að gera?

Hvers vegna er samgönguráðuneytið stikkfrí þegar kemur að því að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar? 

 

 

 


mbl.is Vestmannaeyjabær með danska ferju í sigtinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Maður er eiginlega hissa á langlundargeði Vestmannaeyinga. Það kostar þá offjár að ferðast á milli. Ég er eiginlega á því að þeir mundu standa betur að vígi sem sjálfstæð þjóð ! Þar er mikill mannauður

Hulda Margrét Traustadóttir, 6.1.2009 kl. 19:26

2 Smámynd: G Antonia

HEYR HEYR!!!!!!    GÓÐÐÐÐÐ!

G Antonia, 7.1.2009 kl. 03:15

3 identicon

Þú hittir naglann á höfuðið þarna. Reykvíkingar myndu nú aldeilis kvarta ef þeir þyrftu að borga fyrir að keyra öll þessi mislægu gatnamót og kannski ekki komast nema tvisvar á dag, það færi eftir umferð. En ég get líka sagt þér það að flestum öðrum en Vestmannaeyjingum er slétt sama um samgöngumálin okkar. Rökin þeirra eru einfaldlega: þið veljið að búa þarna! Eigum við þá ekki að laga vegina á Vestfjörðum af því að það búa þar of fáir og þar velur fólk að búa þrátt fyrir samgöngurnar? Eigum við ekki að reyna að leysa umferðarhnútana í Rvk af því að fólk velur sér nú að búa í Grafarvoginum og gat nú vitað að umferðin yrði slæm seinni partinn? Ég skil ekki fólk sem getur ekki unnt öðrum þess að búa við sæmilegar samgöngur, hvar á landinu sem það býr...

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband