Frelsi

Maðurinn er borinn frjáls en hefur hvarvetna verið hnepptur í fjötra.   

(Rousseau)

--

Þegar maður veltir fyrir sér hvað er frelsi kemur margt upp í hugann.  Þetta er allt svo afstætt hugtak.

Það sem sumum finnst eðlilegt finnst öðrum ófrelsi. 

Frelsi er sem betur fer í okkar huga svo sjálfsagt og eðlilegt.  

Ég upplifði mikla frelsisskerðingu í kring um hrun íslenska efnahagslífsins.  Það hugsa ég að margir hafi gert.

Ég man eftir gjaldeyrishöftum og hélt satt að segja að ég ætti aldrei eftir að upplifa þau aftur. 

Ég man eftir "Rússagrýlunni" og í kjölfar atburðanna í haust fékk ég svipaðan sting í magann og ég fékk sem krakki uppi í Strákafjalli á leið inn í Engidal og ímyndaði mér að Rússarnir myndu kannski gera kjarnorkuárás. 

Tilfinningin einhvern veginn þannig að fylgst væri grannt með mér og öllu sem ég gerði. 

Öll gömlu óþægindin frá kreppuárum áður gerðu vart við sig.  Þó var ég barn og unglingur á þeim tímum hafta og atvinnuleysis. 

Frjálshyggjan blessuð hélt innreið sína og áður en varði vorum við orðin svo gersamlega áhyggjulaus þjóð komin úr áþján afturhalds að við hreinlega gleymdum að sinna eðlilegu eftirliti og sjá til þess að reglur væru settar og að samningar væru virkjaðir til að stemma stigu við áhættunni sem fylgdi góðærinu.

Við vorum svo grobbin af okkur sjálfum að við hlustuðum ekki á viðvaranir og kölluðum þær í besta falli öfund.

Nú sitjum við uppi með afleiðingarnar og höfum sannarlega hneppt okkur í fjötra.  Þegar ég segi við þá meina ég auðvitað að þeir sem mesta ábyrgð báru eða stjórnmálamenn sem við kusum og eftirlitsaðilar sem þeir treystu brugðust okkur. 

Við sitjum uppi með afleiðingar þess sem við kusum!

Það skrýtnasta er að frjálshyggjan virðist eina leiðin út úr þessum vanda öllum saman.  Með aðhaldi og sterkri  tengingu við sósíaldemókrataíska stefnu líkt og í nágrannalöndum eins og t.d. Svíþjóð. Með þeim formerkjum að við sofum ekki á verðinum heldur setjum reglur eða göngum inn í samstarf við þjóðir sem hafa haft vit á að setja þær.

Þó það kosti okkur flugeldasýningu almennings á gamlárskvöld sem eru þó líklega sterkustu rökin gegn því að ganga í Evrópusambandið eins og sakir standa?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Frelsi og agi eru skyld hugtök og sjáflsagi. Meðvituð hugsun um afleiðingar gjörða okkar leiðir okkur fram af þekkingu í umhverfi okkar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.1.2009 kl. 03:14

2 identicon

Ég vona að fólk hugsi um meiri hagsmuni en flugelda á gamlárskvöld ef að kemur að aðildarviðræðum við ESB, t.d. sjávarútveginn sem hefur haldið þjóðinni á floti í gegnum tíðina, líka í góðærinu. Við verðum í djúpum skít ef hann verður tekinn frá okkur.

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 11:56

3 Smámynd: Magnús H Traustason

Við erum ungt og kærulaust þjóðfélag. Eigum eftir að þroskast mikið. Við skulum taka siðrænni og manneskjulegri gildi með í uppbygginguna.

Magnús H Traustason, 6.1.2009 kl. 20:31

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Drífa og Mángi....flugeldar...hvenær ætlar þessum skotum eiginlega að ljúka? Ég finn til með hverjum flugeldi sem sendur er á loft - en hugsa svo í leiðinni - hjálp, fyrir marga. Kæruleysi, það er okkur ekki í blóð borið - En hitt er rétt, við þroskumst með öllum erfiðleikum  sem á vegi okkar verða.

Hulda Margrét Traustadóttir, 7.1.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband