Ekki jafn háar kröfur

Skólarnir hafa þegar slegið af kröfum sínum.  Það er ekki jafn mikil áhersla lögð á frágang ritgerða o.s.frv.

Skilaboðin eru að ekki eigi að eyða pappír eða prentarableki að óþörfu þó eitthvað fari úrskeiðis í fyrstu prentun.

Svo mætti áfram telja. 

Við hjónin styðjum 7 ára stúlku á Indlandi gegn um ABC.  Jólakortið frá henni var teiknað á bláan karton pappír sem var greinilega dálítið velktur, kveðjan var hlý, myndin teiknuð af henni sjálfri og hún hafði notað blýant og rauðan lit.

Svo var handarfarið hennar aftan á kortinu greinilega gert með náttúrulit þar sem hendinni var dýft í litinn og síðan þrykkt á pappírinn.

Hugsunin á bak við falleg og það er það sem skiptir máli.

Ég rifjaði upp að heima á Sauðanesi þar sem ekki var hlaupið út í búð og auk þess ekki til ótakmarkaðir peningar til að kaupa pappír og liti, notuðum við ýmislegt til að teikna og skrifa á og með.

Pappírinn sem var vafin þversum utan um Þjóðviljann, karton úr sokkabuxum o.s.frv.

Erum við að hverfa aftur til slíkra tíma? 


mbl.is Verða að spara í skólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hugsa að það eigi eftir að verða ýmsar breytingar sem fólk er ekki farið að sjá fyrir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.1.2009 kl. 13:30

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

... og dúkklísurnar voru klipptar út úr gömlum Hjemmet blöðum og límdar á pappa. Kóngar og drottningar og fleira fólk

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.1.2009 kl. 14:49

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þið Solla voruð svo mikið í dúkkulísuleik. Solla var m.a. að pína mig til að leika við hana og vinkonur hennar þegar þær voru orðnar svo stórar að þær þurftu "afsökun" til að leika sér með dúkkulísur. Ég var afleit "afsökun" þar sem ég vildi frekar vera úti að leika með bíla eða hrútshorn og var algert "útispjót"!

Vilborg Traustadóttir, 3.1.2009 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband